Þurfum að vera vel á verði varðandi fíkniefnaframleiðslu hérlendis. Lesið þetta .

Vitað er að Cannabis ( hass og marihuana ) hefur verið ræktað í nokkru magni í heimahúsum hérlendis.Þá eru sterkar grunsemdir um að cannabis sé í verulegu magni ræktað í aflögðum gróður - og útihúsum.Miklu magni hefur verið stolið úr gróðurhúsum á undanförnum árum af ljóssterkum rafmagnslömpum,sem henta vel við cannabisræktun.Sumir telja að stærstur hluti af cannabisefnum sem neytt er hér sé ræktaður hérlendis.Það þarf að auka eftirlit og rannsóknir í þessum efnum og nota t.d.sjónvarpið til að sýna myndir af jurtinni ag aðstæður til ræktunnar.

Þá verður öll þjóðin að vera vel á verði um framleiðslu á amfetamín og metamfetamíni,sem nú er notað mest af öllum tegundum fíkniefna hérlendis.Hér er um að ræða mjög hættulegt  ávanabindandi efni.Hundruð manna fara á hverju ári í meðferð vegna notkunar á þessu efni og margir láta lífið af völdum þess.Þjófnaðir,rán og hvers konar ofbeldi eru fylgifiskar þeirra sem neyta efnanna.

Talið er að háþróuð amfetamínverksmiðjan,sem lögreglan fann í Hafnarfirði hafi getað framleitt efni fyrir hundruð miljóna á ári.Talið er mögulegt,að eitthvað af efnum hafi verið komið á markað.Lögreglan ætti að vera með nauðsynlegar upplýsingar í sjónvarpi um útlit og áhrif allra fíkniefna,sem eru hérlendis í notkun til að auka þekkingu fólks.Við verðum líka að auka upplýsingastreymi almennings til löggæslunnar.Upplýsingasími lögreglunnar þarf að nýta eins og kostur er og auglýsa hann oft og reglulega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband