Forsætisráðhr.stefnulaus í myntmálum þjóðarinnar.

Forsætisráðhr.vill ekki að Íslendingar taki upp evruna né sæki um aðild að ESB.Þetta kom fram á fréttamannafundi í dag.Hann ætti þó að vita að krónan er dauð þó jarðarförin hafi ekki farið formlega fram.Hann er því stefnulaus og stendur aðgerðarlaus á hliðarlínunni.Hann hefur þó fallist á að flýta landsfundi flokksins og að tilnefna nokkra menn til að gera athuganir og tillögur um stöðu ísl.þjóðarinnar gagnvart ESB ,sem yrðu lagðar fram á landsfundinum.

Samk.skoðanakönnunum er mikill meirihluti Sjálfstæðismanna samþykkur aðild að bandalaginu og forustumenn flokksins vísðvegar um landið hafa lýst stuðningi sínum að sækja um aðild.

Þá er vitað að varaformaður flokksins Þorgerður Katrín hefur ákveðið ásamt nokkrum þingmönnum flokksins að rétt sé að sækja nú um inngöngu í ESB vegna þeirra miklu og alvarlegu breytinga,sem orðið hafa í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þá er líka vitað að Samfylkingin þrýstir mikið  á ráðhr.og þinglið Sjálfstæðisfl.að taka sér stöðu við hlið  þeirra í þessum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband