Mun þjóðin treysta aðkomu dómsmálaráðhr. um val á sérstökum saksóknara?
27.11.2008 | 22:42
Dómsmálaráðhr.hefur mælt með frumvarpi til laga um sérstakan saksóknara til að rannsaka hvort um saknæm mál sé að ræða varðandi starfsemi bankana og fjármálafyrirtækja,sem þeim tengjast.Aðkoma dómsmálaráðhr.að málinu er alltof seint fram komin,hefði átt að gerast samtímis því að neyðarlögin voru sett og beinast jafnframt að Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu.Þá virðist þjóðin ekki heldur treysta ráðhr.fyrir hlutlausum skipunum embættismanna eins og kunnugt er.
Þjóðin er orðin reið og sár og óttaslegin um framvindu mála hjá ríkisstjórninni eins og mótmælafundir staðfesta,enda hefur ríkisstjórninni verið afar mislagðar hendur,stjórn - og úrræðaleysi hefa verið nánast daglegir viðburðir.
Nú er rætt um að þingið afgreiði strax lög um sjálfstæða rannsóknarnefnd,sem rannsaki jöfnum höndum aðdraganda og orsakir falls bankanna.Frumvarpi til laga hefur verið dreift á alþingi.Slík rannsóknarnefnd þarf að vera skipuð okkar hæfustu hagfræðingum,endurskoðendum,lögmönnum, viðskiptafræðingum og lögreglumönnum..Þá verði tilkvaddir erlendir sérfræðingar þeim til aðstoðar og leiðbeiningar.Komi upp meint brot,verði farið með þau samkvæmt réttarfarslegum boðleiðum í samráði við hina sjálfstæðu rannsóknarnefnd.Reynt verði eins og frekast er hægt að flýta allri málsmeðferð og fá niðurstöður svo hægt verði að nýta þær niðurstöður við uppbyggingu bankanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.