Verðtrygging lána verði aftengd áður en krónan er sett á flot.
1.12.2008 | 21:20
Ríkisstjórnin á nokkrar leiðir til að draga úr fólksflótta úr landi,það er m.a. að afnema verðtryggingu lána sé verðbólga yfir 4 %.Fresta gjaldþrotum íbúðarlána einstaklinga og arðbærra fyrirtækja þar til búið er að skipta um gjaldmiðil og koma böndum á verðbólgu og vexti.Neysluvísitala verði endurskoðuð vegna veigamikilla breytinga,sem orðið hafa á neysluhlutföllum þjóðarinnar, rýrnun launa og skulda aukningu heimilanna undanfarin ár.
Veigamesta og mest áríðandi aðgerð þjóðarinnar er nú að hamla með öllum hugsanlegum aðgerðum gegn flótta fólks úr landinu.Ef við missum tugþúsindir manna úr landi verður sá skaði seint eða aldrei bættur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.