Beiting hryðjuverkalaga Breta gegn starfsemi Icesave bankanum er eðlileg.

Mikill hatur og reiði Íslendinga í garð Breta vegna setningar hryðjuverkalaga er að stærstum hluta ekki verðskuldað.Þegar viðkomandi breskum yfirvöldum varð ljóst,að búið var að fjarlægja úr bankanum að stærstum hluta innistæður  breskra sparifjáreigenda og koma þeim úr landi mun hafa verið ákveðið að beita hryðjuverkalögum,sem gæfu viðkomandi rannsóknaraðilum nægjanlega víðartækar heimildir til rannsóknar.

Þá virðist nokkuð augljóst,að Breta hafi líka haft í huga að geta nýtt sér alþjóðlegt samstarf lögreglunnar,sem hryðjuverkalögin taka til.Þar má m.a.nefna aðgerðir og undirbúning hvers konar hryðjuverka, flutninga á ólögmætum fjármunum til staða, sem m.a. eru þekktir  fyrir varðveislu og undankomu peninga,sem eru notaðir til ólögmætra hergagnaviðskipta,fíkniefna,mannsals o.fl.

Við Íslendingar eru oft kjánalegir og illa upplýstir þegar fjallað er um alþjóðleg mál. Látum okkur oft  litlu varða  nema málin taki til okkar eigin hagsmuna.Sjálfsagt verður þetta mál Icesave til lyktar leitt og þá geta menn dæmt um aðkomu Breta og þeirra Íslendinga sem hlut eiga að máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Eins og talað frá mínu hjarta. Umræðan snérist um að Auðmenn " sökudólgarnir "töldu okkur trú um að allt væri blessuðum Bretunum að kenna. Ég held að Íslensk stjórnvöld ættu að taka þetta framtak Bretana sér til fyrirmyndar og setja hryðjuverkalög á þá alíslensku auðmenn sem komu okkur í þessa stöðu sem við erum í nú og setja hryðjuverkalög á stjórnendur lífeyrissjóðs verslunarmanna.

Ragnar Þór Ingólfsson, 11.12.2008 kl. 14:32

2 Smámynd: Idda Odds

Heyr, heyr. Það hefði farið betur ef okkar stjórnmálamenn hefðu staðið sama vörð um hagsmuni íslensk almennings.

Idda

Idda Odds, 11.12.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband