Úrræðalausir ráðhr.Samfylkingarinnar í banka - og húsnæðismálum.

Viðskiptaráðhr.virðist ekkert hafa fylgst með störfum endurskoðenda KPMG á meintum fjársvikamálum í Glitni.Kemur af fjöllum þegar honum er bent á að umræddir endurskoðendur séu vanhæfir vegna fyrri tengsla við þá sem endurskoðunin beindist að.Umrædd mál höfðu þó verið til umræðu undanfarnar vikur meðal almennings og í fjölmiðlum.Þá hefur einnig komið í ljós að yfirlögfræðingar og endurskoðendur í Kaupþingi og Glitnir voru  að fara yfir reikningsskil bankanna með samþykki yfirmanns Fjármálaráðuneytisins.Hann virtist líka hafa haft  takmarkaðar upplýsingar um fjárhagslega stöðu bankanna rétt áður en neyðarlögum var beitt og þeir teknir í vörslu ríkisins.Hann fékk þó af kurteisisástæðum að standa við hliðina á Geir þegar hann svaraði spurningum fréttamanna.

 

Þá hefur Jóhanna Sigurðard.félags - og tryggingamálaráðhr.samþykkt að lengja lánstíma í 70 ár til að tryggja að allir geti nýtt sér heimildir til skuldbreytinga í 30 ár.Þetta er svo sauðvitlaust,að það setur að manni þunglindi að lesa svona rugl.Fólk vill fyrst og síðast viðráðanleg lán,sem hægt er að greiða niður á sem skemmstum tíma.Til að svo megi vera ,verður við að koma verðbólgunni a.m.k niður í 3 - 4 % til að losna við verðtrygginguna eins og ESB ríkin.Að leggja til  að lengja stöðugt í hengingarkaðlinum við þær aðstæður sem við búum nú við er bara framlenging á skuldasöfnuninni og sýnir uppgjöf ríkisstjórnarinnar í húsnæðis - og vaxtarmálum.

Davíð hefur fengið þyngstu ákúrurnar hingað til og Samfylkingin neitar að taka stjórnarfarlega ábyrgð á hans verkum.Er ekki tímabært fyrir Samfylkinguna að líta sér nær og láta a,m.k. viðskiptaráðhr.hverfa af sviðinu eins fljótt og auðið er og hans nánustu samverkamenn hjá Fjármálaeftirlitinu.Þessa menn skortir öll trúverðugheit og virðast ekki taka neina ábyrgð á sínum störfum .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband