Fólk þarf að vita hvert skal stefna og hvað miklu skal kosta til - efasemdir um málatilbúnað dómsmálaráðhr.
12.12.2008 | 18:07
Til að sefa óttann og reiði fólks verður að setja fram raunhæfa aðgerðaráætlun um framtíð lands og þjóðar til lengri tíma litið.Fólk verður undanbragðalaust að fá að vita hvert skal stefna og hverju á þjóðin að kosta til.Þjóðin verður að geta litið til framtíðar í efnahagsmálum.Hver á t.d.að vera framtíðarskipun í gengismálum þjóðarinnar,hvernig ætlar ríkisstjórnin að kveða niður verðbólguna og lækka vexti og verðlag.Ætlar ríkisstjórnin eða einstakir ráðhr. enga ábyrgð að axla,þó augljóst sé að bæði Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafi ekki gegnt sínu eftirlitshlutverki.
Allur málatilbúningur dómsmálaráðhr.varðandi rannsóknir þessa bankamála virðast vera afar illa grundaðar og jafnvel gera ýmsir lögmenn alvarlegar athugasemdir við þær.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.