Hundruð miljarða þjófnaðir frá bönkunum verði tafarlaust skilað til þjóðarinnar.

Það verður ekki látið lengur viðgangast að 25 - 30 karlmenn og þrjár konur komist upp með það að setja þjóðina á hausinn með undanskotum fjármuna úr bönkunum í skattaparadísir víðsvegar um heiminn.Vitað er um ólögskráð hundruð ísl. fyrirtækji sem eru m.a. staðsett í Luxemburg,Mön,Karabískahafinu,Ermasundseyjum og víðar.Ekki er mér kunnugt um að fyrir liggi marktækar niðurstöður frá skattayfirvöldum um hversu háar upphæðir hér er um að ræða.en ætla má að þær skipti hundruðum miljarða.

Það verður ekki hjá því komist,að allir þeir sem bera ábyrgð í þessum efnum,hvort heldur þær eru persónulegar eða pólutískar verða að axla ábyrgð gagnvart landi og þjóð. Hin síðbúna rannsókn,sem dómsmálaráðhr.er nú loks að ýta úr vör með sérstökum saksóknara verður fróðlegt að sjá hvernig tiltekst.Það er mín skoðun að allir þeir aðilar,sem gerst hafa brotlegir samk.lögum verði refsað.Þá þarf sérstaklega að kanna hvort meintar mútur kunni að hafa haft áhrif á opinbera stjórnsýslu í þessum málum gagnvart bönkum,en eins og kunnugt er hafa ýms atvik komið upp í samskiptum þessa aðila,sem þykja bera með sér óeðlilegar niðurstöður.

Þjóðin hefur látið fjötra sig í auðhyggju,nautnagræðgi og hvers konar sálarlausu prjáli.Nú er tími breytinga og hreinsa út úr þjóðfélaginu frjálshyggju meinsemdina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband