Er það brot á samkeppislögum að vera með lægsta vöruverðið í landinu ?

Samkeppnisstofnun hefur dæmt Bónus í hundruð miljóna kr.sekt fyrir brot á Samkeppislögum.Þeir hafi misnotað markaðsstöðu sína gangvart  samkeppisaðilum.Fróðlegt verður að sjá hvernig Samkeppnisstofnun grundvallar og skilgreinir þessa aðgerð.

Bónus hefur alla tíð auglýst,að þeir hafi markvist unnið að því að geta selt matvöru og ýmsa aðra vöruflokka á lægsta og sama vöruverði um allt land.Þeim hefur svo sannarlega tekist það með ágætum og hafa verslanir þeirra verið eftirsóttar í byggðalögum víðsvegar um landið og fólk haft að orði að Bónusverslanir væri besta launabótin.

Ég hélt að lágt vöruverð skipti íbúana mestu máli og þannig hafi Bónus átt þátt í lægra vöruverði annara samkeppnisaðila. Ég hef alltaf haldið að Samkeppnisstofnun væri að stuðla að lægra vöruverði með sínum aðgerðum.Ef ein verslunarkeðja verður of stór á þá að mínka hana eða skipta til samræmis við aðrar svo samkeppnin verði eðlileg.Þetta mun aldrei takast fremur en samkepnni banka,útgerðarfyrirtækja o.fl.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll

 Ef sá sem býður lægst er markaðsráðandi aðili samkvæmt lögum um samkeppnismál þá má hann ekki undirbjóða þá sem eru litlir og smáir. Það drepur alla samkeppni. En ég vil lágt vöruverð en ekki drepa þá sem minna mega sín.

Sigurður Sigurðsson, 21.12.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband