Góðar fréttir í kreppunni - Búið að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum
19.12.2008 | 22:42
Það gleður okkur skíðafólkið mikið ,að nægur snjór er kominn til að opna skíðasvæðið og veðurspá hagstæð næstu daga.Vonandi fáum við tækifæri að skíða yfir jólin og fram yfir áramót svo skólakrakkarnir geti verið með.
Ég spái góðum skíðavetri eins og í fyrravetur og þá er bara að nýta sér vel hvítu ábreiðuna.Fátt er betra en njóta frelsisins, fegurðina og víðsýnið frá fjallatoppum Bláfjalla,sem eru víðsýnasta svæði hér á suðseturhorni landsins.
Hafið alltaf öryggið í fyrirrúmi,farið vandlega yfir skíðabindingarf og jafnframt að gæta þess vel að skóstærðir hjá börnum og unglingum passi vel.
Góða skíðahelgi og akið varlega vegna hálku á vegninum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.