Krónan lækkar um 17% gagnvart evru á hálfum mánuði.
23.12.2008 | 21:56
Enn bíður þjóðin eftir nýjum gjaldmiðli,sem hefur að stærstum hluta skapað l8% verðbólgu.Engin heilvita maður skilur lengur aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.Engin viðspyrna gegn óðaverðbólgu og okurvöxtum og skuldir heimilanna vaxa um hundruði miljarða á ári.Það er líka komið í ljós,að ríkisstjórnin fékk fjölda aðvarana um stöðu ísl.bankanna erlendis frá löngu áður en heimskreppan skalla á.Ríkisstjórnin svaf á verðinum meðan bankarnir uxu þeim marfalt yfir höfuð í skjóli ríkisábyrgðar á erlendum mörkuðum.
Meðan tugþúsundir heimila falla ofan í skuldagjána fara þingmenn í mánaðarfrí.Þeir ættu við þessar aðstæður að vera að vinna við neyðaráætlanir,heimila,fyrirtækja og uppbyggingu fjármálafyrirtækja. Um fimm Þúsundir heimila miklu fleiri en áður leita nú til hjálparstofnana.Það er þung spor,þó svo Davið Oddsson hafi á sínum tíma orðað það svo: "hver vill ekki fá frían mat ef hann á þess kost".Fíflhyggjan kemur fram með ýmsum hætti,en fáir upplifa hana að eins og Davíð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.