Kosið verði um aðildarviðræður við ESB , samhliða alþingiskosninum í vor.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill að kosið verði til alþingis samfara þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.Hins vegar eru engin lög eða reglur til hérlendis um þjóðaratkvæðagreiðslu og framkvæmd hennar og ekki heldur í Stjórnarskránni.Það er merkilegt að alþingi skuli ekki hafa fyrir löngu síðan sett lög um slíka atkvæðagreiðslu sem væri bindandi.

Rétt væri að sett yrðu ákvæði í lögin um  ákveðinn heildarfjölda kjósenda , yrði að ná t.d.80% kjörsókn og þá þyrftu 40% að samþykkja,svo tillagan yrði samþykkt.

Íslendingar verða að fá sem allra fyrst niðurstöður af samningsviðræðum við ESB,hefðum reyndar átt að vera búnir að því fyrir löngu síðan.Á eignarrétti okkar á sameignum þjóðarinnar við ESB má aldrei hvika og reyndar á lögformlega að koma þeim öllum undir Stjórnarskrá lýðveldisins.

Til þess að upplýstar niðurstöður náist í þessum viðræðum fyrir alþingiskosningar í vor,þarf strax að undirbúa þær,svo kjósendur séu sem best upplýstir um niðurstöður aðildarviðræðanna við ESB.Þá þurfa einnig fyrir þann tíma að liggja fyrir ákveðnar tillögur um myntbreytingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband