Þjóðin fái skýr svör við því,hvernig ríkisstjórnin ætlar að bregast við verðtryggingunni.
6.2.2009 | 18:20
Meðal aðgerða sem nýja ríkisstjórnin boðar er að setja lög um greiðsluaðlögun,gengisjöfnun gengistryggðra lána og frestun nauðungauppboða vegna íbúðarhúsnæðis í sex mánuði.Einnig breyta gjaldþrotalögum til að bæta stöðu skuldara.
Það virðist ætla að halda áfram sama blaðrið um aðferðir v/ gegnistryggðra lána.Hvernig á þessi greiðsluaðlögun og gengisjöfnun að virka? Er ekki komin tími til að útskýra þessi mál á þann hátt að fólk almennt skilji.
Þá er talað um frekari aðgerðir vegna langtímaáætlunar um hvernig skuldavanda heimilanna verður mætt í næsta mánuði. Af hverju er ekki hægt að gera skýra aðgerðaráætlun strax svo skuldarar íbúðarlána geti strax brugðist við vandanum. Þjóðin getur ekki lengur beðið eftir aðgerðum.Þessvegna barði hún potta,pönnur og trommur vikum saman á Austurvelli.
Athugasemdir
Með verðtryggingunni þá er almenningur gerður ábyrgur fyrir vondum ákvörðunum stjórnmálamanna. Eins og Gunnar Tómasson sagði um afleyðingar verðbóta hafa á íslensku þjóðina:
"Miðað við útlánsvexti ríkisbankanna frá 1. janúar 2009 og 20% verðbólgu myndi vaxtakostnaður og verðbætur á heildarupphæðina árið 2009 vera af stærðargráðunni 1.400-1.500 milljarðar og jafngilda allri vergri landsframleiðslu 2008 (1.424 milljarðar). Að auki jókst höfuðstóll erlendra lána landsmanna um aðra 1.000 milljarða vegna gengisfalls krónunnar fyrstu níu mánuði ársins. Að öðru óbreyttu er því fyrirsjáanlegt að þessi staða mun nánast kollkeyra flest skuldsett fyrirtæki og heimili landsins á komandi tíð." --Gunnar Tómsson, hagfræðingur (http://vefblod.visir.is/index.php?s=2710&p=68262)
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 18:40
Þakka þér Davíð fyrir greinargóðar upplýsingar.Ég er hættur að reikna út hinar og þessar stærðir,skuldir heimila og fyrirtækja eru síbreytilegar eftir því hver heldur reiknistokknum.Eitt er þó víst að ísl. stjórnsýsla er ekki bara slæm,hún er líka staurblind og heimsk.
Kristján Pétursson, 11.2.2009 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.