Aðgerðir í launa - og kjaramálum ríkisstjónarinnar mun ráða úrslitum í alþingiskosningunum.
2.3.2009 | 17:00
Fjármálakreppan er að rústa fjármál heimila og fyrirtækja í landinu.Hver mánuður sem lýður án aðgerða stjórnvalda viktar þungt í skuldasúpu heimilanna.Tugþúsundir missa atvinnuna og húsnæði og ennþá hefur ekki nein aðgerðaráætlun komið frá ríkisstjórnni um raunhæfar aðgerðir.Óvissan eykur óttan og sorgin grefur sig æ dýpra í sálarlif fólks.Langflestir Íslendingar hafa orðið persónulega vitni að þessu ástandi,sem er beinlínis hræðilegt og bitnar ekki síst á börnunum.Úrræðaleysi undanfarinna ríkisstjórna virkar svo grimm, spillt og tillitslaus og hreinlega lemur linnulaust á þjóðinni.
Hvernig getur löggjafarvaldið , viðkomandi ráðhr.og stjórnvöld horft í augu þjóðarinnar eftir að hafa gjörsamlega brugðist eftirlitsskyldu sinni gagnvart fjármálum hennar og steypt sér um borð í auðvaldsskútuna.
Ef núverandi stjórnarflokkar bera ekki gæfu til að koma strax fram með raunhæfar og ábyrgar aðgerðir í fjármálum heimilanna þá mun þjóðin hafna þeim í komandi kosningum.Nú duga ekki lengur nein loforð,efndir verða að koma í ljós fyrir alþingiskosningar. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar býður upp á framboð smáflokka,sem kemur best fyrir íhaldið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.