Ég hef hugleitt nokkuð tillögu Framsóknarfl.um 20 % heildarlækkun húsnæðislána.Hún kemur afar misjafnlega og ranglega niður á lántakendum, er í reynd engin heildarlausn hjá þeim sem verst eru staddir.Tillagan er hrá og illa rökstudd, nokkur skonar kosningabomba,sem kjósendum er ætlað að kyngja í hringiðum kosninganna án þess að fá faglegrar og rökstuddrar niðirstöðu.Allir ættu þó að sjá að svona hugmyndir Framsóknarfl. gagnast þeim best sem mest skulda og er í reynd verið að verðlauna þá fyrir óábyrga skuldasöfnun,einnig fela svona aðgerðir miklar eignatilfærslur með ríkisframlögum og sköttum.
Ég hef ekki funndið einfaldari og fljóvirkari tillögu til úrlausnar í húsnæðislánum en tengja hana afturvirgt við vísitölu,jafnframt er þá einfalt að breyta niðurstöðum lánanna þegar verðbólgan og okurlánin og aðrar aðstæður í þjóðfélaginu verða komin í lag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.