Bankaleynd á ekki að stöðva opinbera rannsókn - Bankainnistæður sendar í pósti.

Hin almenna bankaleynd,sem viðhöfð er í bönkum hérlendis er grundvölluð á banka - og persónuvernd,en hins vegar á hún ekki að gilda um meint brot í opinberum rannsóknum fjármálamisferla .Þar á dómari að geta úrskurðað að viðkomandi banki láti af hendi umbeðin gögn í þágu rannsóknar.

Nú hafa skattayfirvöld í fyrsta skipti gefið upp á skattaskýrslum viðkomandi framteljanda á bankainnistæðum.Skattaskýrslur eru bornar í hús eins og hver annar póstur.Hvað um bankaleyndina í slíkum tilfellum þegar ekki er um tölvuræn framtöl að ræða ? Ætti framtalið með bankainneignum  ekki að berast þá í ábyrgðarpósti ? Ég held að tímabært sé að endurskoða lög  um breytta skipan á bankaleynd.Skattayfirvöld hafa aðgang að innistæðu reikningum í bönkum og geta því ávallt fullvissað sig um að 10% fjármagnstekjuskattur sé greiddur af vöxtum.Því er með öllu ástæðulaust fyrir skattayfirvöld að eyða tíma og fjármunum að birta þessar upplýsingar á skattaframtölum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband