Fólk liggur hundfaltt fyrir spákonukjaftæði - smásálarleg lyganáttúra.
24.3.2009 | 20:56
Spámenn og hvers konar miðlar hafa haldið velli í áranna rás,þó langflestir viti að "spádómsgáfa " þeirra byggist fyrst og siðast á trúgirni fólks og löngun til að vita um hið ókomna.Þetta spáfólk telur sig geta greint persónuleikann með fjar - og hlutskyggni og jafnvel guðdómslegri spádómsgáfu.Við mannanna börn vitum afar takmarkað um næmustu upptök tilfinninganna,innsæið og hvers konar ímyndanir og hvað það nú allt heitir.
Ég ætla ekki að leggja neitt mat á hæfileika miðlaraleikara,en leyfi mér þó að vara fólk við oftrú á frásögn þeirra.Einkanlega er auðtrúa og sálarlega veilu fólk veruleg hætta búin,þó svo að fólk virðist hafa séð fyrir óorðna hluti.
Spákonukjaftæði í útvarpi við fólk þjónar afar léttvægum og heimskulegum viðræðum,þar sem með undurförlum hætti er verið að draga út úr fólki persónulegar upplýsingar,sem spákonur leita eftir með ákveðnu skipulagi og leiðandi orðavali,sem tekur til nánasta umhveris þess sem spáð er fyrir.Þetta geta orðið hlægileg viðtöl sérstalega þegar spákonan nær ekki að giska á neitt,sem passar við viðmælenda.Smásálarleg lyganáttúra og hégómalegt yfirklór gerir þetta allt afar lágkúrulegt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.