Er verðtryggingin verstu hagstjórnarmistök ísl.stjórnmála ?

Verðtryggingin var leidd í lög snemma árs 1971 og eru því 30 ára.Höfundur þessa laga eru kennd við Ólaf Jóhannesson fv.formann Framsóknarfl.og hafa í gegnum tíðina gengið undir heitinu Ólafslög.Lögin voru sett á sínum tíma til að hamla gegn hárri verðbólgu,sem var þá um 30%.Þau áttu að verða skammvirk,en urðu eins og oft vill verða hjá löggjafarþingu ein af mörgum vanrægslusyndum,sem festust sessi eins og t.d.með þungaskatt bifr.

Hagstjórnarmistök eða beinlínis spilling Sjálfstæðis - og Framsóknarfl. varðandi lágt söluverð bankanna á sínum tíma , gjafverð á sölu stórra ríkisfyrirtækja til flokksbræðra sinna,setnig laga um breytta fisveiðistjórn l984 (kvótinn) og 1991 um leigu og sölu kvóta,sem hefur leitt til stærstu og ranglátustu fjármagnsflutninga Íslandssögunnar.Þá hafa þessir flokkar unnið gegn eðlilegri samkeppni á tryggingamökuðum og dreifingu eldsneytis o.fl.sviðum efnahagsstjórnunar þ.a.m.gjaldmiðils þjóðarinnar.

Kjósendur ættu að hugleiða vel hvernig þessir flokkar hafa persónulega samnýtt sér bankana til að ná fram sínum fjárhagslegu ávinnningum.Afleiðingarnar og gjörningar þessa aðila hafa að stærstum hluta leitt græðgisvæðingu  bankana í gjaldþrot og reyndar þjóðina líka.Þjóðin hefur þó minnst séð og heyrt um þau pólutísku tengsl glæpamanna við stjórnvöld unanfarinna ára.Græðgisglæpir eru miskunarlausir, rista djúpt og afleiðingarnar ná til flestra þjóðfélagsþegna.

Nú er kominn tími til að gefa Samfylkingunni og VG tækifæri að byggja upp nýtt og siðvætt þjóðfélag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Kæri Kristján.

Ég vil óska þér gleðilegra páska, um leið og ég þakka þér allt gamalt og gott.

Njóttu hátíðanna.

Baráttukveðjur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.4.2009 kl. 13:15

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Til hamingju með verðandi þingsæti.Það er ánægjulegt fyrir flokkinn okkar að fá þig í framsætið.Hef þegar talað við nokkra kjósendur í þínu kjördæmi,undirtektir eru náttúrlega jákvæðar.

Kærar kveðjur til fjölskyldu þinnar.

Kristján Pétursson, 12.4.2009 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband