Yfirgangur og frekja Björns Inga Hrafnssonar við Dag Eggertsson í Kastljósi.

Framkoma Björns Inga  í þessum þætti lýsti reiðum og óskipulögðum manni þar sem frekjan og yfirgangurinn sat í fyrirrúmi.Vissulega hafði hann slæman málstað að verja þegar ágætur stjórnandi þáttarins spurði hann skipulega og tilgreindi fjölda bittlinga á vegum borgarinnar,sem úthlutað hafði verið til ýmissa forkólfa Framsóknarfl.Í stað þess að svara málefnalega réðst hann á Dag,sem er dagsfarsprúður og  kurteis  í viðmóti. Ávítaði hann Dag fyrir fyrirgreiðslu  R-listans við flokksbræður sína.Það virtist sem hann myndi ekki eftir að Framsóknarfl.var í samstarfi í R-listanum.Slíkur var yfirgangur og frekja Björns að stjórnandi þáttarins áminnti hann að halda sig við  umræðuefnið.Dagur var í lok þáttarins orðinn svo þreyttur á ósvífnu og stöðugu málæði Björns að hann sagði honum að skammast sín,enda hafði Dagur  vart komist að skýra afstöðu sína til  umræðunnar. 

Ef Björn Ingi heldur að svona framganga í umræðum skili Framsóknarfl.atkvæðum í komandi kosingum þá er hann sannarlega á villigötum.Ef hann heldur að svona framkoma skili honum áleiðis í formannsstöðu í flokknum þá er það sannkölluð fíflhyggja.Þau völd sem Björn hefur fengið hjá íhaldinu í borgarstjörn virðast bera hann ofurliði,hann er í reynd sú hækja sem gaf íhaldinu meirihluta í borginni,hann er nýttur sem slíkur.Ég held að meirihluti Framsóknarmanna sé andvígur þessu samstarfi,enda hlýtur flokknum að vera ljóst að samstarfið við íhaldið í ríkisstjórn er að ganga að flokknum dauðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þetta var sérstök stund í sjónvarpssögunni, þ.e.a.s hegðunin hans Björns Inga. Hann virðist uppfullur af óvæntum uppákomum, sumt gott en flest slæmt...

halkatla, 17.12.2006 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband