Fyrir blekkingum og klókindum íhaldsins eru Framsóknarmenn varnarlausir.
15.12.2006 | 18:27
Það er þekkt að langt samstarf smáflokks við stóran og öflugan stjórmálaflokk fer yfirleitt á einn veg,sá stóri étur hægt og bítandi þann litla upp til agna.Þannig er þessu varið með samstarf Framsóknar - og Sjálfstæðisfl. í ríkisstjórn.En í borgarstjórn hefur framsókn eins og kunnugt er aðeins einn mann með 6% kjörfylgi á bak við sig.Íhaldið gæðir sér á honum að vild á þann veg að leyfa honum að bera starfsheitið formaður borgarráðs án nokkurs valds.Hann fær þó að úthluta bittlingum til flokksbræða sinna á vegum borgarinnar og tilnefna nokkra menn í nefndir,svo hann geti ímyndað sér að hann hafi einhver völd.Að þurfa að horfa upp á þennan skrípaleik er erfitt þeim sem virða lýðræðislegar leikreglur.
Samstarf þessara flokka í ríkisstjórn er með hliðstæðum hætti,þar ræður íhaldið ferðinni í öllum veigamestu málum,þeim tekst með klókindum að láta kjósendur Framsóknarfl.halda að þeir hafi eitthvað til málanna að leggja.
Loks virðast þessi sannindi vera að opna augu kjósenda Framsóknarflokksins og hefur nær helmingur af fylgi flokksins yfirgefið hann.Fylgið virðist hvað traustast í kringum kvótaeigendur sem braska með sölu og leigu veiðiheimilda(sameign þjóðarinnar) ,bændur og auðjarfa í bönkum og fyrirtækjarekstri. Það er líka ljóst að málefnaleg fátækt á stóran þátt í þessari eyðimerkurgöngu flokksins.Eina leiðin fyrir Framsóknarfl.að lifa þessar hörmungar af er að láta af hækjuhlutverkinu við íhaldið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Var að lesa færsluna þína og kvitta því...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.12.2006 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.