Fjárnámsbeiðnir í Reykavík eru á þessu ári 10500,en allt árið 2008 9500

Á einu og hálfu ári hafa því orðið 20.þúsund fjárnámsbeiðnir í Reykjavík,en á öllu landinu á sama tíma  um 40,þúsund.Þessar tölur sýna okkur hvert stefnir.Hverjar eru tillögur ríkisstjórnarinnar í málefnum íbúðareigenda og fyrirtækjanna.Veit það nokkur maður ?Greiðslufrestir íbúðarlána og frysting lána til 3. ára leysir engan vanda.Stöðugur ótti fólks við þessar aðstæður brýtur niður heimilin.Árin sem fara í hönd  munu skipta sköpum fyrir börn þessa lands.Nú þurfa allir að' taka höndum saman og verja yngstu kynslóðina,hún þolir ekki heimilishald,sem byggist á áhyggjum og kvíða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband