Umfjöllun um orsakir umferðarslysa o.fl.

Enn og aftur heyrum við tilkynnt um hin hörmulegu dauðaslys og alvarlega áverka í umferðinni.Hvað getur hinn almenni ökumaður gert?Við höfum heyrt í gegnum árin alls konar upplýsingar og forvarnaráætlanir um bætta umferðahætti frá Umferðaráði,lögreglu og tryggingarfélögum o.fl.Allar slíkar aðgerðir hafa forvarnargildi þó þær séu ekki tölulega mælanlegar vitum við samt að þær skila miklum árangri út í samfélagið.

Ég hef eins og hver annar reynt að gera mér grein fyrir ástæðum umferðaslysa,en rek mig þar á ótal óvissuþætti vegna hinna breytilegu aðstæðna sem liggja til grundvallar slysunum.Ekki veit ég hvort viðkomadi yfirvöld hafi reynt að gera heilstæðar úttektir eða markvissar  rannsóknir viðkomandi  aðila á vettvangi slysa,skýrslutökum slasaðra og niðurstöðum krufninga látinna.Ef fyrir liggja samantektir á slíkum niðurstöðum ætti að birta þær öðrum til glöggvunar og  viðvörunar.Ástand ökumanna sem slysum valda er sértækt rannsóknarefni, einnig að hvað stórum hluta gerð veganna, umferðar-og aðvörunarskilti  m.a.v/vegaframkvæmda valdi slysum, ennfremur hveru stór hluti þeirra orsakast af    frammúr - og hraðakstri.  

Við vitum að hinn háskalegi hraði,tillitsleysi,frekja,óþolinmæði og þekkingaleysi á umferðareglum eru megin orsakaþættir umferðaslysa.Spurningin er hvað veldur svona viðbröðgum ökumanna?Þar er við eigin samvisku  að eiga hjá hverjum og einum.Við erum okkar eigin herrar í umferðinni og berum þar sameiginlega ábyrgð.Getur verið að þjóðfélagsgerðin sjálf sé stór hluti af vandamálinu,sem framkalli  að hluta til framangreind viðbrögð í umferðinni,s.s. mikið vinnuálag ,tímaskortur og oft miklil   óþörf neysluhyggja.Allt þetta þarf að skoða í víðu samhengi við umferðaslysin.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þegar ég var í heimsókn á Íslandi núna í Nóvember, Þá fann ég fyrir því hversu  stressað fólk er í Reykjavík. Þetta er ábyggilega alveg rétt hjá þér að fólk er með of mikið vinnuálag m.a. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.12.2006 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband