Guðmundur Jónsson,forstöðumaður Byrgisins ásakaður á Stöð 2 um meint kynferðisafbrot,fjármálaóreiðu o.fl.
18.12.2006 | 00:33
Svona frétt kemur eins og holskefla yfir alla þá sem láta sig varða rekstur meðferðaheimila fyrir áfengis - og fíkniefnasjúklinga.Fjölmiðlar verða að gæta fyllstu varúðar við svona féttaflutning vegna þeirra fjölmörgu aðila,sem með einum eða öðrum hætti tengjast meðferðarheimilinu.Sé frétt stöðvarinnar sönn þ.e. grundvölluð á staðfestum framburði og gögnum,hefðu fréttam.átt að upplýsa lögregluna tafarlaust um vitnesku sína í málinu,enda skylda hvers manns að tilkynna lögreglunni um refsiverða verknaði.Ég veit náttúrlega ekkert um samskipti lögreglunnar og fréttamanna í málinu við frumathugun málsins.
Eins og þekkt er getur svona fréttaflutningur farið úr böndunum og þá erfitt að höndla sannleikann síðar meir,því fyrsta frétt skorar mest eins og kunnugt er.Eigum við ekki að sameinast um að bíða niðurstöðu lögreglunnar það er hennar að sanna sýkn eða sekt viðkomandi.Ég ætla ekki að svo komnu máli að álasa Stöð 2 fyrir umræddan fréttaflutning hafi þeir staðið að meintri uppljóstrun málsins með lögmætum hætti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:39 | Facebook
Athugasemdir
Það er nú þegar í gangi rannsókn á Byrginu sem byrjaði í kjölfar bréfsins sem einn af heimildarmönnum Kompáss sendi þingmönnum fyrir stuttu.
Egill Óskarsson, 18.12.2006 kl. 03:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.