Af hverju er ekki umfjöllun Kompáss næg ástæða til sérstakrar rannsóknar að mati sýslumannsins á Selfossi?

Satt best  að segja skil ég ekki afstöðu sýslumannsins í málinu.Eins og fram hefur komið hjá fréttastj.Stöðvar 2 er um trúnaðarupplýsingar að ræða sem fréttin um forstöðumann Byrgissins Guðmundar Jónssonar byggist á.Þá hefur komið fram að forstöðumaðurinn neitar öllum sakargiftum.Meint afvarleg sakarefni eins og hér um ræðir eiga að fá  að mínu mati lögformlega meðferð  hjá sýslumanninum strax.Rannsókn þessa máls ætti ekki vefjast fyrir reyndum rannsóknarlögr.m.,þar sem um fámennan hóp vistmanna er að ræða sem getur hafa staðið að trúnaðarupplýsingum til fréttastöðvarinnar.

Þá tel ég að Guðundur Jónsson forstöðumaður ætti sjálfur að hafa frumkvæði að opinberri rannsókn málsins fyrst hann telur sig saklausan.Geri hann það ekki fara menn að trúa því að hann hafi óhreint mjöl í pokanum.

Þetta mál hefur víðtækar og slæmar afleiðingar ekki aðeins fyrir meðferðarheimilið heldur alla þá sem hafa stutt og treyst  þessari starfsemi um langt árabil.Fáum niðurstöðu sem allra fyrst í þessu máli það er öllum fyrir bestu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þetta er útúrsnúningur í sýslumanni, ótrúlega furðulegt bara!

halkatla, 18.12.2006 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband