Fjarlægðarmælingar með mælitækjum verði bönnuð á golfvöllum.

Nú er farið að nota síma til að reikna út vegalengdina frá kúlu að holu.Áður hafa golfleikarar notast við teigamerkingar og brautarhæla til að miða við vegalengdir á golfvöllum.Þessi nýja tækni með Sony Eirícsson og Samsung er á sinn hátt áhugaverð tæknilega séð,en svona reiknikunstir hafa reyndar verið notðar áður við vegalengdarmælingar.

Persónulega er ég mótfallinn þessari tækni,hver leikmaður á að ákvarða vegalendir og viðeigandi kylfur hverju sinni,hún er ein af  veigamestu ákvörðunartökum golfleikarans. Við eigum ekki að tæknivæða golfið til að gera það auðvelara,höldum okkur við góðu gildin og reglurnar í golfinu.Næst verður sjálfsagt farið að vindmæla hraða og kylfur notaðar í samræmi við það.

Við höfum slæma reynslu af breyttum aðferðum í frjálsíþróttum,látum ekki það sama henda okkur með golfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband