Verður Icesavesamningurinn samþykktur með skýrum endurskoðunarákvæðum ?

Flest rök hníga að því að samningurinn verði samþykktur,en þó með þeim formerkjum af hálfu alþingis að ríkisábyrgðin verði tengd skýrum endurskoðunarákvæðum,þar sem greiðsubyrgði ísl.ríkisins verði stórlækkuð   miðað við greiðsluþol þjóðarinnar á hverjum tíma..Jafnframt verði áréttað  í samningnum að ísl.stjórnvöld afsali sér ekki rétti til málshöfðunar hér á landi,en eins og kunnugt er geta aðeins þjóðir inna ESP nýtt sér Evrópudómstólinn.Viðkomandi ríki Holland og Bretland yrðu að kæra Íslendinga fyrir Héraðsdómi óski þeir málsmeðferðar.

Nýr samningur milli þessara þjóða væri þó besti kosturinn í stöðunni til að leiða þessi mál til lykta.Hæfir innlendir og erlendir sérfræðingar utan ESB ríkja myndu verða tilkvaddir til að gera slíkan samning.

Það eru harðir kostir að ísl.þjóðin verði að gangast undir svona órétti og beri þungar byrgðar vegna aðgerða fjárglæfra og meintra glæpamanna.Þetta særir svo djúft réttlætis - og frelsiskennd þjóðarinnar.Auðhyggjan hefur rekið um árabil ósvífinn hrokafullan blekkingaáróður undir merkjum frjálshyggju kapitalisma.Uppskeruna sjá allir í dag,meinssemd græðginnar er nú öllum augljós.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Það er enginn samningur. Þjóðin getur aldrei samþykkt þetta. Sá/þeir sem kvitta undir svona samning eru einfaldlega óþjóðlegir menn. Við eigum gott orð til að lýsa því. Suður evrópumenn hafa ágætt orð til að lýsa viðbrögðum við svona gerningi, orðið er "Vendetta" þeir sem kvitta undir svona samning yrðu ásamt ákveðnum bankamönnum"sekir skógarmenn"

Kolbeinn Pálsson, 2.8.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband