Var uppljóstrun Stöðvar 2 réttlætanleg v/vítaverðs afskiptaleysis viðkomandi stjórnvalda?
19.12.2006 | 20:30
Hvaða eftirlit höfðu utanríkis- félags - og heilbrigðismálaráðuneyti með faglegum rekstri Byrgisins um árabil og hvernig fjármálum þess var háttað?Nú hefur landlæknir staðfest að Byrgið hafði enga faglega heimild til að afeitra sjúklina.Því er eðlilega spurt af hverju fyrrverandi og núverandi landlæknar stöðvuðu ekki rekstur Byrgisins þar til umbætur væru gerðar?Þá má spyrja viðkomandi ráðuneyti sem báru ábyrgð á úthlutun fjármagns til reksturs meðferðarheimilisins um árabil ,af hverju ekkert raunhæft eftirlit var með notkun fjársins?Kannski er líka þörf á að spyrja hvort launagreiðslur Byrgisins til starfsmanna hafi verið rétt uppgefnar til skattayfirvalda?Að lokum væri fróðlegt að fá skýringu sýslumannsins á Selfossi af hverju embætti hans framkæmir ekki sjálfstæða rannsókn á umfjöllun Kompáss um Guðmund Jónsson og hins vegar framburð Guðmundar Jónssonar um meint fíkniefna brot starfsmanns Kompáss.
Nú loksins þegar Kompáss hefur skýrt frá fjármálaóreiðu meðferðarheimilisins hefur félagsmálaráðhr. loksins óskað eftir að ríkisendurskoðun fari yfir bókhaldið.Önnur embætti sem einnig eiga hlut að máli ættu að sjá sóma sinn í að hreinsa garðinn.Þá er löngu tímabært að setja heildstæða löggjöf um rekstur sjálfseignastofnana meðferðaheimila.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.12.2006 kl. 15:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.