Þegar Jóhanna og Steingrímur hafa verið spurð undanfarið hvað líður aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum,þá hefur svarið ávallt verið að fyrst þurfi að ljúka við Icesave málið.Þessi svör lýsa vel stjórnleysi og vanmætti ríkisstjórnarinnar.Það hefur verið öllum ljóst lengi að skuldir íbúðarhúsnæðis og fyrirtækja hafa farið ört vaxandi á sama tíma og kaupmáttur fer mínnkandi og ættu því fyrir löngu síðan að vera búin að fá afgreiðslu.
Getuleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum heimilanna er algjör þó vitað sé að um 30% þeirra skulda meira en eignir standa fyrir og þúsundir leita eftir mataraðstoð í hverjum mánuði,þá stendur ríkisstjórnin ennþá ráðalaus og ræðir um einhverja fíflhyggju,sem engum kemur að gagni.Engin aðgerðaráætlun eintóm óvissa og heimskuleg greiðsluaðlögun er það sem fyrir þjóðinni blasir í þessum efnum,sem leiðir til sívaxandi ótta og hörmunga.
Við verðum að fá utanþingsstjórn og losna við löggjafarþingið eins og það leggur sig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.