Niðurgreiddur matur þingmanna á meðan þúsundir landsmanna skortir mat.

 Hvert sem maður fer heyrir maður frásagnir af fjárvana fólki,sem ekki getur greitt afborganir og vexti af íbúðarlánum og neyðin er slík hjá þúsundum heimila,sem verða stöðugt að leita til hjálparstofnana vegna fjárskorts fyrir daglegum nauðsynjum.Þetta ástand fer síversnandi á sama tíma situr ríkisstjórnin,alþingsmenn og starfsmenn þingsins aðgerðarlaus og háma í sig niðurgreiddan mat á kosnað fólksins í landinu.Reyndar gildir sama um starfsmenn ráðurneyta og ýmsar stofnanir ríkisins.

Ríkisstjórnin átti fyrst af öllu í sínum fjárhagslegu aðgerðum að skoða ástand og lífsafkomu sinnar eigin þjóðar og meta síðan hvort hægt væri bæta  Bretum  og Hollendingum hluta af því tjóni,sem þeir urðu fyrir.Nú er komið að skuldadögum,þá er  þjóðin sett niður í hyldýpi erlendra skulda, launalækkanir  og skattahækkun. Á sama tíma hækkar einnig allt verðlag á vörum og þjónustu.

Nú er  þjóðin loks búin að fá meira en nóg af afleiðingum græðginnar og blekkingum stjórnvalda.Þjóðin lifir í hvíldarlausum ótta við fjárhagslegar afleiðingar fortíðar og því sem við tekur í fjármálum ríkisvaldsins .Nú eru það heimilin í landinu sem munu innan tíðar mótmæla og krefjast leiðréttingar á sínum kjörum,ella víki ríkisstjórnin og viðtaki utanþingsstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband