Bólusetning gegn reykingum eftir fáein ár góðar fréttir.
12.9.2009 | 16:48
Umræður um að lögleiða bann á Íslandi við tóbaksreykingum er hugmynd,sem yrði afar erfitt að framfylgja.Hins vegar er sjálfsagt að reyna eins og mögulegt er að draga markvist og skipulega úr notkun reykinga,sem er orsakavaldur flestra dauðsfalla í landinu.Við höfum reynslu af lögboðnu banni á ávana og fíkniefnum.Talið er að aðgerðir löggæslunnar og meðferðarstofnana dragi úr um 10 - 12 % neyslu efnanna.
Það mætti áætla að smygl á hvers konar vindlingum myndi aukast mjög mikið bæði með skipum,flugvélum,farþegum og póstsendingum.Hækkun verðs á vindlingum hefur líka í för með sér aukningu á smygli tóbaks,tel reyndar af fenginni reynslu að það skili ekki tilætluðum árangri.
Ég hvet hins vegar alla landsmenn að styðja vel við aðgerðir þeirra,sem vinna gegn tóbaksneyslu,það er ekki aðeins vegna heilbrigðismála, það kostar einnig fjárhagslega gífurlegar upphæðir.
Bólusetning gegn reykingum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér Kristján. Bönn eru bara í þágu glæpaklíkna, svo og miklar verðhækkanir. Þá byrjar smyglið að blómstra.
Magnús Óskar Ingvarsson, 12.9.2009 kl. 16:56
http://www.newscientist.com/article/mg20327251.100-better-world-legalise-drugs.html
Ekki virkar þetta bann - því ætti tóbaksbann að virka? En, ef fólk vill láta bólusetja sig gegn nikótínfíkn, er það hið besta mál. En þá verður það að vera val, ekki skilda. Annað væri gróf aðför að einkalífi einstaklinga.
Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 17:02
Þetta er mögnuð framtíðarsýn að hægt verði að bólusetja gegn fíkniefnum en erfiðlega gengur að ráða við Bakkus sem trúlega veldur mestum hörmungum.
Finnur Bárðarson, 12.9.2009 kl. 17:12
Finnur; þú veist að aldrei mun verða ráðist á Bakkus aftur. Það var reynt - og sú barátta tapaðist. Hver sá sem mun reyna að há þá vitleysu aftur, mun verða afskrifaður hið snarasta. Enda græða of margir - og þmt. Ríkið - of mikið á þeim örlagavaldi.
Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 17:22
Barátta gegn mannlegum breyskleika er fyrirfram töpuð.
Kolbrún Hilmars, 12.9.2009 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.