Nú eru erlendir skuldhafar að eignast 95% af Íslandsbanka.Ríkisstjórnin og Seðlabankinn eru afar sátt við þessa niðurstöðu og innan tíðar mun Kaupþing einnig verða selt erlendum aðilum.Þjóðin hefur ekki verið upplýst um hina nýju eigendur ,er þó ærið tilefni til
Hins vegar verður fróðlegt að sjá hvernig ríkisstjórnin mun standa að veðsetningu lána útgerðarinnar hjá hinum nýju erlendu eigendum bankans,en eins og kunnut er fiskurinn sameign þjóðarinnar.Heildarskuldir sjávarútvegsfyrirtækja munu vera um 600 miljarðar,sem er að stærstum hluta veðsettar í óveiddum fiski til fleiri ára. Um 40% útgerðarlána munu vera í Íslandsbanka,svipað hjá Landsbanka,en minnst hjá Kaupþingi.
Standi útgerðin ekki í skilum með lögboðnar greiðslur til bankanna og komi til gjaldþrota verður ríkissjóður að bera tjónið,sem eigandi sameignarinnar fiskinum í sjónum.Þarna gæti hæglega verið að opna dyr fyrir skuldafeni á þjóðinni (engu minna en Icesave ) t.d.með samdrætti á fiskveiðum,verðlækkun afurða o.fl.
Þá verður einnig fróðlegt að sjá hvernig íbúðarlánum heimilinna verður komið fyrir hjá hinum erlendum bönkum eða á íbúðarlánasjóður einn að sjá um þau.?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.