Verðtryggingin grundvallast á innbyggðum meinsemdum kapitalista
8.10.2009 | 15:59
Verðtryggingin er eins og ólæknandi krabbamein,hún stækkar stöðugt höfuðstól lána og gerir íbúðareigendum ókleyft að standa í skilum og selja sínar fasteignir.Fyrir þetta ástand hefur um 40% þjóðarinnar orðið að líða og öll þjóðin verður með einum aða öðrum hætti þátttakendur í þessari endalausu fífl - og auðhyggju.
Nú loksins er ríkisstjórnin orðin hrædd við afleiðingar aðgerðarleysis og boðar jafnframt aðgerðir um næstu mánaðarmót.Rætt er um að launavísitalan komi í stað neysluvísitölu við viðmiðun á greiðslu íbúðarlána og afborgun miðist við tímamörk fyrir bankahrunið.Hins vegar er reynt af ríkisstjórninni og stjórnarandstöðunni að ná saman um niðurstöður um aðgerðir gegn verðtryggingu og lækkun höfuðstóla lána.
Íslandsbanki býður nú óverðtryggð íbúðarlán,sem gætu orðið upphaf að heilbrigðum viðskiptum,en þá verður jafnframt að koma til lækkun á verðbólgu og afnám verðtryggingar.Nú verðum við öll að spyrna við fótum og sýna löggjafarvaldinu að ekki verður lengur dregið pólutískt myrkur yfir höfuð manna.Við verðum að efla frelsið,heiðarlegar rökræður og skynsamlega gagnrýni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.