Dæmalaus réttarfarsleg meðferð - Dæmdum nauðgara sleppt.

Kynferðisafbrotamaður var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi  í Héraðsdómi í júlí í  s.l.sumar fyrir  að nauðga konu með mjög hrottalegum hætti í húsasundi við Trönuhraun í Hafnarfirði.Dómnum var áfríað af manninum til Hæstaréttar og skyldi hann sæta gæsluvarðhaldi  ,þar til dómur hans gengi í Hæstarétti.Konan sem fyrir árásinni varð hlaut fjölmarga alvarlega áverka og sýnt mikla streitueinkenni.

Ekki reyndist hægt að dagsetja mál mannins til munnlegs  málflutnings í Hæstarétti,þar sem dómsgerðir höfðu ekki borist til réttarins á tilsettum tíma.Gæsluvarðhaldsútskurður Héraðsdóm var felldur úr gildi vegna óhæfilegs dráttar í málinu og þá hinum seka sleppt úr fangelsi,en settur í farbann.

Þessi dæmalausa réttarfarlega  meðferð verður að rannsaka til hlýtar.Er hér um hrein mistök að ræða eða um skort á mannafla?

Að konan og aðstandendur hennar og reyndar þjóðin líka skuli þurfa að búa við það að umræddur sakamaður skuli ganga laus er ekki hægt að umbera á rettarfarslegum grundvelli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband