Seðlabankinn spáir um 30% verðlækkun á íbúðarhúsnæði á næsta ári.
9.11.2009 | 10:34
Hvaða afleiðingar hefur það um nýgerða íbúðarsamninga ríkisstjórnarinnar við bankana og heimilin í landinu ? Húsnæðisskuldir heimilanna hækka að sama skapi,mismunur eigna og skulda aukast .Í þessum óraunhæfu og ómarkvissu samningum ríkisstjórnarinnar eru engar marktækar skilgreiningar gerðar lengur um afleiðingar hækkunnar og lækkunnar á íbúðarlánum. Neysluvísitalan hefur verið aflögð í þessum efnum og einhver konar " afleggjari "af launavísitölu tekið við hlutverki hennar.Eftir standa ábreyttir höfuðstólar og verðtryggingar,sem ýmist eru fryst eða lengt í skuldahalanum.Það er haldið áfram að ranghverfa málin og blekkja fólk.Satt best að segja hef ég takmarkað traust á löggjafarþinginu,það á margt eftir að koma í ljós.
Ef einhver getur útskýrt þetta og séð fyrir afleiðingar þessa breytinga,væri áhugavert að fá svar við þessu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.