Stærsti þjófnaður Íslandssögunnar.
6.1.2007 | 21:36
Fiskveiðilögsagan er lögum samkvæmt sameiginleg auðlind þjóðarinnar.Árið l984 var sett á sem kunnugt er kvótakerfi á fiskveiðiheimildir til að vernda fiskimiðin fyrir ofveiði.Reyndin varð þó önnur,fiskveiðar drógust saman.1990 hófst frjást sala og framleiga á kvóta,sem leiddi til þess að á næstu árum eignuðust stærstu útgerðarfyrirtækin mestan hluta aflaheimilda lögsögunnar.Þarna fór fram stærsta eignatilfærsla Íslandssögunnar,þó fiskurinn innan fiskveiðilögsögunnar væri lögboðinn sameign þjóðarinnar.Sjálfstæðis - og Framsóknarfl.skiptu þessum heimildum bróðurlega milli sinna flokksmanna.Breytingar voru nokkrum sinnum gerðar á lögum um fiskveiðistjórnun sem gengu þó þvert á eignarrétt þjóðarinnar á auðlindinni.Kvótinn var seldur og leigður fyrir tugi miljarða,oft fyrir verðbréf óskyld sjávarútvegsrekstri.Þessir þjófnaðir fóru að mestu fram að þjóðinni ásjáandi.Almenn mótmæli fóru fram gegn þessu gerræði og til varð Frjáslindi flokkurinn,sem reynt hefur öðrum fremur að vinna gegn hinni ólögmætu eignatöku fiskveiðiheimilda.
Ástæðan fyrir að ég tek þetta mál nú til umfjöllunar er að minna þjóðina á ,að eins geti farið með ýmsar aðrar verðmætar auðlindir okkar á sameign þjóðarinnar.Má þar m.a.nefna háhita - og hverasvæði auk margs konar verðmætra jarðefna og úr lífríki sjávar.Lög um sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar duga skammt, þar sem óheft auðhyggja og taumlaus græðgi stórfyrirtækja ráða gjörðum meirihluta löggjafarþingsins (íhalds og framsóknar).Við verðum að tryggja sjálfstæði þjóðarinnar með öruggum hætti yfir sameiginlegum auðlindum í stjórnarskránni og láta það vera forgangsverkefni þingsins í vetur.Við höfum verið vitni að "sölu"ríkisfyrirtækja hjá þessari ríkisstjórn ,þar sem misnotkun pólutískt valds er algjörlega siðlaust og ábyrgðarlaust.
Kæru bloggarar látið í ykkur heyra,þessi málefni varðar okkur meira en nokkuð annað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.1.2007 kl. 22:39 | Facebook
Athugasemdir
Kvótakerfið, hugarsmíð Framsóknarmaddömunnar, var e.t.v. ekki svo vitlaus í sjálfu sér. Hins vegar var framsal kvótans líklega mestu pólitísku mistök síðustu aldar. Ég hef sterkan grun um, að fókið í landinu hafi einfaldlega ekki skilið hvar var raunverulega í gangi, þegar þetta gerðist.
Júlíus Valsson, 6.1.2007 kl. 22:02
Það virðist vera að flestir séu sammála þér...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.1.2007 kl. 22:59
Sæll Kiddi! Langaði bara að kasta á þig kveðju. Ég er auðvitað hjartanlega sammála þér í þessu máli. Vona að þú hafir það gott. Bið kærlega að heilsa þér og þínum
kveðja
Kristín María
Kristín María Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 16:39
Talandi um að ef Írakar einkavæddu olíulindir sínar og fengju aðeins 25% af hagnaði olíusölu, hvað fær íslenska ríkið fyrir einkavædda fisksölu?
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.