Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Besta veðrið í Evrópu á Íslandi í júní og júlí - Samt leitar fólk í hitasvækjuna við Miðjarðarhaf.

Náttúra Íslands heillar alla,sem vilja njóta hinnar margbreytilegu  fegurðar,sem einkennir hvern landshluta.Það er alltaf hægt að velja sér nýja staði,þar sem  náttúran er óendanlegur æfintýraheimur nýrra leiksviða.Gott veður er hvergi betra en á Íslandi,við njótum allra góðviðrisdaga tilbreytingin frá löngum og oft hörðum vetrum er mikil.

Menn segja að það sé aldrei á vísan að róa með veðurfar hérlendis.Það er rétt,en í mínum huga eru þó öll sumarveður hér  betri kostur,en dvelja  í óbærilegri hitasvækju við Miðjarðarhaf eða á Flórída í 30 - 40 stiga hita.Hins vegar er góður kostur að fara til heitari landa yfir vetrartímann.

Það eru ýmsar leiðir til að ferðast ódýrt um landið okkar,en þá verðum við að skipaleggja þær miðað við aðstæður og kröfur hvers og eins.

Það er líka góð útivera að fara í golf og leggja undur sig nokkur fjöll á hverju ári.Þá er fátt skemmtilegra en fara að veiða í vötnum á kyrrlátum og fallegum stöðum í faðmi náttúrunnar.Njótum landsins,við erum svo rík að eiga þetta land.Látum ekki erlenda auðhringi og innlenda græðgisvetningu eyðileggja  landið okkar og framtíðar auðlegð  í virkjunarmálum.


Eru varnarmál Íslands sýndarmennska óskilgreindra aðgerða.

Nú er rætt um fjórar eftirlitsferðir herþota frá USA til Íslands á ári.Þá eru óskilgreindar ferðir flugvéla og herskipa frá öðrum NATO ríkjum.Hér virðist vera eins og áður var heimsóknir frá þessum ríkjum,en ekki um neinar skipulagðar eftirlitsferðir á hafsvæðinu umhverfis Ísland.

Beiðnir um lágflug herþota yfir ákveðnum hálendissvæðum Íslands á náttúrlega aldrei að leyfa.Slíkar beiðnir eru tilkomnar vegna andstöðu viðkomandi NATO ríkja við slíkum flugum í sínum heimaríkjum.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ætti að fá breska og norska herfræðinga til að skilgreina varnar - og eftitlitskerfi þjóðarinnar,en vera ekki að leita til fleiri þjóða eins og gert hefur verið,það flækir og veikir þessi mál.Varnarskilda NATO þjóða einn fyrir alla er í gildi,það er hins vegar okkar mál að fara með daglegt eftirlit í gegnum radsjárkerfið.Huldusamningur forsætisráðherra í varnarnálum við Bandaríkjastjórn þarf að skilgreina.

Efling löggæslu,landhelgisgæslu og Almannavarna er framlag okkar í öryggis- og varnarmálum.Það þarf að samhæfa sem eina heild og skýra allar aðgerðaráætlanir vel fyrir þjóðinni.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband