Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Enn er krónan aðal orsakavaldur verðbólgunnar.Hvað ætlar ríkistj.að gera.

Það er ekki hægt að komast hjá því lengur að skipta um mynt ef við ætlum að komast út úr þessu verðbólgubáli,sem við búum við.Við ættum kannski að tala við Norðmenn og vita hvort þeir væru tilbúnir að veita okkur liðsinni að taka upp þeirra gjaldmiðil.Þeir eru sú þjóð sem við höfum hvað mesta samvinnu við í sjávarútvegsmálum,innan EFTA í ýmsum nefndum og ráðum innan Norðurlandaráðs og einnig varnarmálum.

Það þarf að vinna hratt í þessum málum,hver dagur er dýr.Oft er þörf en nú er nauðsyn að láta verkin tala.Við getum ekki eins og ástendur í þjóðfélaginu velt lengur á undan okkur inngöngu í ESB.Við skoðum þau mál með að sækja um inngöngu í bandalagið og sjá hvað í boði er.


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill að stjórn Seðlabankans hætti.

Ingibjörg vill að að forsætisráðhr.fái svigrúm til að lækka stýrivexti og því eigi stjórn Seðlabankans að stíga til hliðar,en Seðlabankastj.hefur sem kunnugt er ítreakað staðið í vegi fyrir nauðsynlegri lækkun stýrivaxta og valdið  ýmsum stjórnsýsluvandræðum sem kunnugt er. 

Samkvæmt óformlegri skoðunarkönnun vilja yfir 80% að Davíð hætti strax  sem Seðalbankastj.Hann hlýtur að sjá,að honum er ekki vært lengur.Samfylkingin er einhuga um að hann hætti og hluti af þingmönnum Sjálfstæðisfl.er honum mótdrægur.


Gordon Brown hótar að beyta hryðjuverkalögum gegn Ísl.bönkum í Bretlandi.

Hér er um einstæðan og sögulegan atburð að ræða,sem ekki er vitað um að áður hafi gerst a.m.k.meðal Evrópuríkja.Við Íslendingar hljótum að kæra ráðhr.fyrir vísvitandi ógnun og að eyðileggja  fjárhagslega markaðsstöðu okkar að yfirlögðu  ráði.

Þessi framkoma Gordon Browns á sjálfsagt eftir að skaða Íslendinga í viðtækum skilningi,en hann er þó sjálfum sér verstur í þessi máli.Í komandi kosningum í Bretlandi þar sem hann stendur mjög höllum fæti verður hótun hans um notkun laga um hryðjuverk gegn Íslendingum dýrkeypt.

Ef ágreiningur verður milli þjóðanna um skaðbætur vegna innistæðna sparisjóðsreikninga fer það að sjálfsögðu fyrir dómstóla.

Ef Gordon Brown biðst ekki opinberlega afsökunar á þessu framferði sínu,myndi ég leggja til að honum yrði ekki heimiluð landganga á Íslandi um ókomna framtíð.


Allsherjar rannsókn fari fram á starfsemi bankanna þ.m Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.

Erlendir sérfræðingar ásamt okkar færustu sérfræðingingum á sviði fjármála - og bankareksturs verði strax fengnir til að rannsaka alla innlenda og erlenda fjármálastarfsemi ísl.banka og fyrirtækja.Hér er um að ræða gýfurlega hagsmuni allrar þjóðarinnar.Stjórnvöld hafa ekki einu sinni  haldið uppi neinum vörnum fyrir land þjóð í erlendum fjölmiðlum,annar eins aumingjaháttur og vesaldómur.Það er eins og stjórnvöld séu með þögninni að játa sig seka.

Eitt er þó gott,að við erum lausir við þessar svartklæddu fíkúrur,sem voru að selja verðbréf út um allt.Þeir vonandi heyra sögunni til.

Hvernig var störfum fjármálaeftirlitsins háttað,komu engar aðvaranir frá þeim um hina miklu skuldsetningu Ísl.fyrirtækjanna erlendis?Laun starfsmann eftirlitsins eru greitt af bönkum og fyrirtækjum,kannski ekki að vænta miklis árangurs við þau skilyrði.

Flestir hafa sjálfsagt haldið  eftir að ríkið seldi bankana þá fylgdi þeim engin ríkisábyrgð nema af sparifé fólks hér innanlands.Nú kemur í ljós,að við verðum að greiða bæði í Bretlandi og Hollandi  hundruð miljarða til sparifáreigenda í þessum löndum.Hvað er framundan,eigum við ekki að frysta eignir hinna meintu brotamann og reyna að koma þeim í verð.Þá tel ég nauðsynlegt,að öll stjórnsýsla ísl.ríkisins verði endurskoðuð.Þessi fjármálaóreiða og fyrirgreiðsla teigir sig langt inn í raðir stjórnsýslu ríkisins.Það þýðir lítið fyrir stjórnmálamenn að tala um einingaranda og samúðarhug þegar á móti blæs,þjóðin treystir þeim ekki lengur.Græðgin rótfestist í frjálshyggunni og fólk um víða veröld lá hundflatt fyrir þessum áróðri.Vonandi á þessi djúpa heimskreppa eftir að umbreyta efnahafslegum grundvallaratriðum hagfræðinnar.


Seðlabankastj.láti af störfum - þurfum hemil á græðgi peningavaldsins.

Hver skyldi nú hafa ýtt úr vör frjálshyggjunni á sínum tíma, með því að gefa flokksbræðrum og vinum nánast bankana með aðstoð forustumanna Framsóknarfl.Hver stóð við hlið Kára Stefánssonar  þegar hann seldi óskráð bréf í Decode fyrir miljarða króna,sem leiddi síðan  til gýfurlegs tjóns fyrir kaupendur bréfanna þegar þau urðu nánast verðlaus.Sá maður var Davíð Oddsson og hann útvegaði Kára einnig 20 miljarða lánsheimild úr ríkissjóði,sem var þó aldrei nýtt.

Útrásin gekk í fyrstu vel,en síðan fór allt úr böndum þegar ódýr erlend lán buðust.Ungir og framgjarnir menn fjárfestu í fyrirtækjum víðsvegar um Evrópu og urðu á nokkrum árum með tífalt meiri veltu en ríkissjóður.Hér verður ekki lýst þeim aðferðum sem viðhöfð voru í þessum erlendu viðskiptum útrásarmannanna,það verður upplýst síðar þegar heildarrannsókn og úttekt verður gerð á meintum og siðlausum viðskiptaháttum þessara aðila. Þjóðin var á sinum tíma stolt af hinum  nýríku ísl.víkingum,en nú fær þjóðin fljótlega  að sjá alla hina fleti teningsins,þá mun stolt útrásarmanna breytast í mikla heift þjóðfélagsins,sem stjórmálamenn frjálshyggjunnar geta ekki fyrt sig ábyrgð.Upp úr frjálshyggjunni óx græðgin,sem varð af illkynjuðu meini,sem við verðum næstu árin að kljást við.

Fyrir nokkrum árum fór að bera á mikilli skuldsetningu þessa fyrirtækja  og sýnilegt að græðgin sat í fyrirrúmi.Nú situr Davíð Oddsson frammi fyrir því,að allir bankarnir eru fjárvana og komnir að gjaldþroti,sama gildir um fjölda stórfyrirtækja,sem fengu lán hjá þessum bönkum.Davíð reyndi að vísu að vara við ofþenslu bankanna,en það var um seinan græðgin hafi hertekið svo útrásarmennina,að ekkert gat stöðvað þá nema gjaldþrot.Nú stendur Davíð aðndspænis því,að bankarnir ,sem vinir hans fengu nánast gefins á sínum tíma,berja nú dyra hjá ríkisstjórninni og Seðlabankanum og biðja um  fjárhagslega aðstoð.

Það er ljóst að frjálshyggjan,sem Davíð ásamt vinum sínum ýtti úr vör hefur lokið sinni siglingu með algjöru skipsbroti. Verst af öllu er að í fallinu hafa þúsundir manna misst mikla fjármuni og orðið gjaldþrota.Í viðtalinu við Davíð í kvöld í sjónvarpinu var öllum öðrum en honum um að kenna hvernig komið var í efnahgsmálum,verðbólgan og okurvextirnir voru honum einnig óviðkomandi.Þá kom fram lítilsvirðing hans m.a.á þeim tryggingum sem Glitnir bauð Seðlabankanum voru einhver ástarbréf.

Það er augljóst að Davíð treystir nú sem fyrr á að skammtíma mynni fólks sé skammvint og hægt sé að fara á einhverju hundavaði yfir þessi  fortíðarmál.Ósannar staðhæfingar hans og rangar skilgreiningar eru aðeins vegvísir á eitt,að hann hætti strax með Seðlabankastjóri.


Bankarnir hafa misst tiltrú þjóðarinnar - Miljarðar í starfslokasamninga og laun bankastj.

Þjóðin á ekki að draga svona lið að landi,bankarnir hafa ekki sýnt þjóðinni neina virðingu.Eitt aumkunarverðasta samband græðgi og uppskapningar er að finna hjá stjórnendum bankanna,sem greiða sjálfum sér í laun og starfslokasamninga í miljörðum króna.Svo þegar þeir hafa keyrt bankana í strand vilja þeir fá dráttartaug frá Lífeyrissjóðum landsmanna til að draga sig að landi.Það má ALDREI gerast.

Ef þjóðin setur ekki hemil á græðgi peningavaldsins fer illa.Það á að láta bankana rúlla,en ríkið verður að ábyrgjast sparifé landsmanna og setja upp öflugan þjóðarbanka.Íslenska myntin er löngu dauð  í umsjá Seðlabankastj.reynslutíminn með flotkrónuna frá 2001 er lokið. Við verðum strax að fá nýja mynt og sækja jafnframt um aðgang að ESB.Þá verður Samfylkingin að standa fast á því að Davíð Oddsson  hverfi úr stól Seðabankastjóra,þjóðin veit hvers vegna.


Á að fórna lífeyrissjóðum landsmanna til að draga bankana upp úr forinni.

Mér lýst ekki vel á þessa úrlausn, nema þá helst að  lánin verði verðtryggð með ríkisábyrgð og háum vöxtum.Þetta kemur í ljós um helgina.Í kjölfarið fáum við væntanlega einhverja auknar bankatryggingar frá Norðurlöndunum.

Við verðum að gæta hófs á lánveitingum til bankanna.Þessir þúsunda miljarða skuldsetning þeirra er okkar litla þjóðfélagi ofviða.Helst vildi ég sjá við þessar aðstæður öflugan ríkisbanka,sem Seðlabankinn gæti þjónað með öruggum hætti.Einkabankarnir verða að bera fulla ábyrgð á sínun rekstri,enda eiga þeir engan lagalegan rétt á fjármunum úr ríkissjóði.

Við erum þó reyslunni ríkari af frjálshyggjunni eftir þessar ófarir,þar hefur græðgin ráðið ríkjum og dregið með sér niður í fallinu þúsundir manna.Líklegt er að fólk flykkist umvörpum úr landi ef þessari óáran lýkur ekki senn.   


Ekki orð frá forsætisráðhr.í eldhúsdagsumræðunni um aðgerðaráætlun í efnahagsmálum.

Þjóðin hlustaði á ræðu forsætisráðhr.í kvöld .Sjálfsagt hafa allir átt von á að heyra einhverjar tillögur í efnahagsmálum,en ekkert slíkt kom frá ráðhr.Hann sagði eins og oft áður að stefnt væri að því að leysa þessi mál.Hann taldi ekki tímabært að reyna þjóðarsátt,enda væru aðstæður í þjóðfélaginu allt aðrar nú en þær voru á sínum tíma þegar þjóðarsáttin var gerð.

Það er augljóst,að það verður að leysa þessi mál á næstu dögum,það skortir t.d.dollara til eldsneytiskaupa til landsins eftir  2 - 3 vikur og sama gildir um innkaup  fjölda vorutegunda.Ég held að varaform.Sjálfstæðisfl.Þorgerður Katrín verði taka við keflinu af Geir og leiða það til lykta.


75 % eign Ísl.ríkisins í Glitni þýðir yfirtöku á 2000 miljörðum kr.skuldum bankans.

Samþykki eigendur Glitnis á hlutabréfafundinum,að ríkið eignist 75% í  Glitnir  hefur ríkið skuldsett  þjóðina fyrir um 2000 miljörðum.Eignir bankans eru taldar um 200 miljarðar eða um 10 %. Kannski er skemmra í þjóðargjaldþrot en maður hélt þegar þessi gjörningur hófst í Seðlabankanum með þeim Davíð Og Geir.Vonandi verður þetta mál tekið upp á Alþingi á morgun,en glöggir menn telja,að svona mál verði að afgreiðast á þinginu,sem hefur fjárveitingavaldið.

Að Seðlabankastjóri og forsætisráðhr.skulu leyfa sér svona einspil með fjárreiður þjóðarinnar ´gerir mann óttasleginn.Nú skilur maður betur en áður af hverju við fáum litla sem enga  lánafyrirgreiðsu á alþjóðavettvangi,það er meira en krónan sem því veldur.

Er ekki kominn tími fyrir Samfylkinguna að slá upp lokaballi fyrir Sjálfstæðisfl.og hætta þessu vonlausa samstarfi.


Er forsætisráðhr.strengjabrúða Seðlabankastjóra ? Glitinsmálið staðfestir það.

Hvenær verður mælirinn fullur hjá ríkisstjórninni og Seðlabankastjóri látinn hætta störfum.

Seðlabankinn og reyndar ríkisstjórnin líka hafa aldrei komið með heildstæða áætlun til að vinna sig út úr fjárhagsvandanum.Seðlabankinn átti fyrir mörgum árum síðan að vera búinn að ná samningum við aðra Seðlabanka m.a. Norðirlandanna um aðgang að nægu lausafé,nákvæmlega eins og samvinna hinna Norðurlandanna hefur verið um langa hríð.Þetta fé hefði svo Seðlabankinn okkar geta notað ef illa áraði til að hjálpa bönkunum okkar.

Það þýðir lítið eins og Davíð gerir og forsætisráðhr.að hlaupa til og ætla að ná stórum lánum þegar heimskreppa er skollin á.Það sama gilti reyndar um alla bankana,þeir sinntu ekki að byggja upp lausafjárstöðu sína þegar vel áraði,þeir óðu áfram án nokkurrar ábyrgðar og fyrirhyggju og lentu síðan í slíku strandi,að mikil óvissa er um að þeim verði aftur ýtt úr vör.

Það þarf að taka skjóta ákvörðun um hveru langt ríkissjóður á að ganga til að hjálpa bönkunum út úr sínum ógöngum.Fari þeir á hausinn þarf ríkissjóður að tryggja að landsmenn missi ekki sparifé sitt,en að öðru leiti eiga landsmenn ekki að taka á sig fjárhagslega ábyrgð  fyrir þessa einkabanka,sem engin ríkisábyrgð hvílir á.

Við erum búin að horfa áratugum saman á þessa frjálshyggju menn,sem hafa í pólutísku skjóli íhalds og framsóknar gleypt bankana og verðmætustu fyrirtæki landsins.Halda svo þessir sömu menn,að þjóðin sé tilbúin að senda björgunarskip til að draga banka og fyrirtæki þeirra að landi.Gróði þessa fyrirtækja er vandlega falinn í skattaparadísum víðsvegar um heiminn.Það eru þessir sömu aðilar,sem segjast ekki eiga neitt lausafé til að reka bankana.Hvað um hundruð miljarða hagnað þessa banka og fyrirtækja á undanförnum árum,sem þeir hældu sér af ársfjórðungslega,hvar er hann núna ? Var stöðugt verið að ranghverfa  staðreyndum og blekkja þjóðina ? Var ekki nóg komið að þessir sömu aðilar fengu t.d.bankana á algjörum spottprís?

Nú eru þessir útrásarmenn nýju Víkingaaldarinnar  vonandi að hverfa af vettvangi og talsmenn frjálshyggjunnar hafa degið sig inn í skelina , þegar sýnilegt var öllum ,að grægðin var orðin að illkynjuðu þjóðarmeini. 

Við þurfum andlegt frelsi og lýðræði til að byggja upp  fjárhagslega heilbrigt þjóðfélag,við þurfum öll að geta dregið lærdóma af reynslunni og haft hemil á grægði peningavaldsins, sem þegar hefur dregið með sér í fallinu tugþúsundir Íslendinga.Það er nógu lengi búið að draga yfir höfuð manna pólutískt svartnætti,við þjóðin verðum að fá nýja liðsmenn til að lýsa okkur veginn.Davíð og Geir eiga strax að yfirgefa skútuna ,síðan má hræra í hinum pólutíska potti og sjá hvort eitthvað af þessu liði sé á vetur setjandi.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband