Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Hrein staða við útlönd neikvæð um 2095 miljarða - Viðskiptahalli aldrei meiri.

Við lok annars ársfjórðungs vernaði staðan um 27 míljarða.Þá var viðskiptahalli óhagstæður  um 128 miljarða á öðrum ársfjórðungi.

Ég ætla mér ekki að gerast spámaður um framtíðarstöðu þeirra 319 þúsund íbúa,sem hér búa við slíka skuldastöðu og viðskiptahalla.Miðað við höfðatölu erum við  skuldsettasta þjóð veraldar.Það gleymist alltaf þegar verið er að telja okkur í trú um að við séum eitt ríkasta land heimsins.

Ég held að tímabært sé að upplýsa þjóðina um heildar efnahagsstöðu hennar og framtíðarsýn í víðtækum skilningi.Fjárlögin eru að mestu eins árs framkvæmda - og rekstraráæltun ríkissjóðs. sem gefur okkar enga innsýn í skuldir banka og fyrirtækja,sem eru í reynd aðalorsakavaldar þess mikla fjárhagsvanda sem þjóðin býr nú við.

Sumir erlendir sérfræðingar telja að hugsanlega verði bankarnir gjaldþrota,þar sem þeir hafi ekkert lánstraust lengur á hinum almenna heimsmarkaði,hvað verður þá um sparifé þjóðarinnar ?. 


mbl.is Viðskiptahalli aldrei meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband