Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Skilaboð til Jóhönnu og Steingríms - Þjóðin býður enn eftir aðgerðum í íbúðarlánum.

Ég hef margsinnis sagt,að ríkisstjórnarfl.geta ekki gengið til kosninga nema skilyrða nákvæmlega tillögur um aðgerðir í íbúðarlánum.Upptaling þeirra á fundinum í dag í þessum málaflokki var hvorki fugl né fiskur.Af hverju er ekki hægt í stuttu máli að gera þjóðinni skiljanlegt í hverju þessar tillögur grundvallst og hvernig þær koma íbúðarlánendum til góða.Mér virtist þetta í fljótu bragði afar innantómt og óskýt.Etthvað annað og betra verður að koma frá flokkunum ef þeir ætla að halda sjó og skjóta jafnframt niður 20% niðurskurð lána,sem Framsókn og íhaldið gumar af.

Íbúðarlán yrðu öll bundin vísitölu frá 1.jan.2007 - Réttlát breyting.

Ég hef hugleitt nokkuð tillögu Framsóknarfl.um 20 % heildarlækkun húsnæðislána.Hún kemur afar misjafnlega og  ranglega niður á lántakendum, er í reynd engin heildarlausn hjá þeim sem verst eru staddir.Tillagan er hrá og illa rökstudd, nokkur skonar kosningabomba,sem kjósendum er ætlað að kyngja í hringiðum kosninganna  án þess að fá  faglegrar og rökstuddrar niðirstöðu.Allir ættu þó að sjá að svona hugmyndir Framsóknarfl. gagnast þeim best sem mest skulda og er í reynd verið að verðlauna þá fyrir óábyrga skuldasöfnun,einnig fela svona aðgerðir miklar eignatilfærslur með ríkisframlögum og sköttum. 

Ég hef ekki funndið einfaldari og  fljóvirkari tillögu  til úrlausnar í húsnæðislánum en tengja hana afturvirgt við vísitölu,jafnframt er þá einfalt að  breyta niðurstöðum lánanna þegar verðbólgan og okurlánin og aðrar aðstæður í þjóðfélaginu verða komin í lag.


Aðgerðir í launa - og kjaramálum ríkisstjónarinnar mun ráða úrslitum í alþingiskosningunum.

Fjármálakreppan er að rústa fjármál heimila og fyrirtækja í landinu.Hver mánuður sem lýður án aðgerða stjórnvalda viktar þungt í skuldasúpu heimilanna.Tugþúsundir missa atvinnuna og húsnæði og ennþá hefur ekki nein aðgerðaráætlun komið frá ríkisstjórnni um raunhæfar aðgerðir.Óvissan eykur óttan og sorgin grefur sig æ dýpra í sálarlif fólks.Langflestir Íslendingar hafa orðið persónulega vitni að þessu ástandi,sem er beinlínis hræðilegt og bitnar ekki síst á börnunum.Úrræðaleysi undanfarinna ríkisstjórna virkar svo grimm, spillt og tillitslaus og hreinlega lemur linnulaust á þjóðinni.

Hvernig getur löggjafarvaldið , viðkomandi ráðhr.og stjórnvöld horft í augu þjóðarinnar eftir að hafa gjörsamlega brugðist eftirlitsskyldu sinni gagnvart fjármálum hennar og steypt sér um borð í auðvaldsskútuna.

Ef núverandi stjórnarflokkar bera ekki gæfu til að koma strax fram með raunhæfar og ábyrgar aðgerðir í fjármálum heimilanna þá mun þjóðin hafna þeim í komandi kosningum.Nú duga ekki lengur nein loforð,efndir verða að koma í ljós fyrir alþingiskosningar. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar býður upp á framboð smáflokka,sem kemur best fyrir íhaldið.


Sjálfstæðis - og Framsóknarflokkurinn hafa nú fimm manna meirihluta á þingi

Óformlegar viðræður eru nú í gangi milli þessa flokka að mynda meirihlutastjórn á alþingi og verði þá kosningum aflýst.Eftir að Jón Magnússon gekk í Sjálfstæðisfl.og Kristinn í Framsóknarfl.hafa flokkarnir fimm þingmanna meirihluta á alþingi.Fróðlegt verður að fylgjast með þessum pólutíska draugagangi,mikið er í húfi fyrir auðvaldið.Öllum rannsóknum og úttektum á bönkunum hafa verið í hægagangi eins og kunnugt er og hefur reyndar komið fram hjá hjá Ólafi Þ Haukssyni sérstökum saksóknara varðandi gögn frá Fjármálaeftirlitinu o.fl.eftirlitsaðilum.Af hverju sækir ekki saksóknari gögnin ?Hann hefur að sjálfsögðu lagaheimild til að taka upp mál af eigin frumkvæði.Eftir hverju eru þeir að bíða ?

Núverandi ríkisstjórn þarf að fylgjast vel með framvindu þessa mála.Hvaða gögn hefur Davíð Oddsson undir höndum eins og hann hefur látið í veðri vaka ? Hafi hann  meint gögn eða vitneskju um ólögmæta starfshætti ber honum tafarlaust að afhenda saksóknara málsins þau.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband