Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Þjóðin stendur heil að baki landsliðinu.Gott að hvíla sig á kreppunni og allri eymdinni,sem herðir stöðugt tökin á þjóðinni.
Strákarnir okkar er hin heilsteypta heild,einn fyrir alla og þjóðina líka.Þeir eru svo heilbrigðir, menningarlegir ,kraftmiklir og gleðin skín úr hverju andliti.Mig dreymdi draum um sigur þeirra gegn Noregi,en naumur var hann 31 - 30.Mun skýra ykkur frá draumnum ef úrslitin verði þessi,Áfram Ísland.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og þú sáir munt þú uppskera-Hrun fjármálavaldsins - græðgin
27.1.2010 | 22:09
Allt þetta var mönnum augljóst frá því bankarnir voru nánast gefnir flokksmönnum íhaldsins og framsóknar og fiskveiðiheimildum var úthlutað með sama hætti.Sameign þjóðarinnar fiskurinn var afhentur útvöldum flokksgæðingum sömu flokka til eignar.Þeir seldu hann og leigðu að vild og tóku hundruð miljarða út á óveiddar fiskveiðiheimildir,sem úthlutað var til eins árs í senn.Þessir fjármunir fóru að stærstum hluta í alls konar brask,sem ekki tengdist á nokkurn hátt sjávarúrvegi.
Eins og öllum er nú kunnugt settu bankarnir þjóðfélagið á hausinn og útgerðarfyrirtækin skulda nú um 600 miljarða,sem óveiddur fiskurinn í sjónum er veðsettur fyrir.Þriðjungur heimila í landinu skuldar umfram eignir hundruð miljarða í íbúðarlánum,sem væntanlega verða að verulegum hluta tekin til gjaldþrotaskipta.Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til hjálpar heimilunum eru vægast sagt óskipulegar og ranglátar og virðast fyrst og femst vera til að baktryggja bankana.
Heimilin í landinu hafa bundist samtökum um að spyrna við þessu ranglæti á meðan ráðhr.ríkisstjórnarinnar reyna að ná niðurstöðum í Icesave málinu og öðrum skuldafenum.
Auðhyggjan og ræðgin hefur nánast lokað öllum heilbrigðum útgönguleiðum fyrir heimilin og fyrirtækin.Í þjóðskipulagi auð - og frjálshyggju kapitalisma eru svo margar innbyggðar meinsemdir,sem hann grundvallast á.Við verðum að rýmka lýðræðið og frelsið öllum til handa.Aldrei aftur,við þurfum víða að spyrna við fótum og umfram allt standa saman.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimm verði tilnefndir af ísl.stjórnmálafl. og jafnmargir frá Englandi og Hollandi.Þá verði þrír sérfræðingar utan ESB landa fengnir til að leiða umræðurnar.Við Íslendingar ættum að óska eftir norskum sérfræðingi okkur til halds og traust.
Áður en lagt er í slíkan leiðangur verður löggjafarþingið og stærstu hagsmunaaðilar þjóðarinnar að koma sér saman um megin niðurstöður tillagna okkar.Við verðum að sýna m.a.afdráttarlausa samstöðu um lækkun vaxta Icesamningsins a.m.k.um 50% - 60% og allar þjóðareignir verði tryggðar með varanlegum hætti í stjórnarskrá.
Þá mótmæli Íslendingar harðlega beitingu breskra hryðjuverkalaga,sem augljóslega ollu okkur miklu fjárhagslegu tjóni og reyndu þannig að beita okkur forhertu harðræði til að valda okkur líka sem mestu mannorðslegu tjóni.Fyrir þessar hrokafullu aðgerðir verða bretar að stórlækka fjárkröfur á Íslendinga.
Við viljum heiðarlegar rökræður eða skynsamlega gagnrýni,þjóðin verður ranglega að bera þær skuldabyrgðar,sem á hana voru lagðar í skjóli bankanna vegna eftirlits - og stjórnleysis viðkomandi stjórnvalda.Vonandi verða þessi sakamál upplýst af viðkomandi saksóknurun.Þjóðin getur dregið einhverja lærdóma af öllum þessum meintu hamförum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)