Sorglegar fréttir fyrir Samfylkinguna og reyndar alla þjóðina.
8.3.2009 | 17:47
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tilkynnti í dag að hún væri hætt í stjórnmálum af heilsufarslegum ástæðum.Þetta eru afar slæmar fréttir fyrir Samfylkinguna,sem formaður hefur hún leitt flokkinn til forustu í íslenskum stjórnmálum.Hún hefur verið sterkur foringi,greind,heiðarleg,dug og kjarkmikil,það hefur virkilega gustað af henni.Nú þarf Samfylkingin að vanda vel foringjaefni í hennar stað.
Ég vona að henni líði vel og óska henni alls hins besta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef margsinnis sagt,að ríkisstjórnarfl.geta ekki gengið til kosninga nema skilyrða nákvæmlega tillögur um aðgerðir í íbúðarlánum.Upptaling þeirra á fundinum í gær í þessum málaflokki var hvorki fugl né fiskur.Af hverju er ekki hægt í stuttu máli að gera þjóðinni skiljanlegt í hverju þessar tillögur grundvallst og hvernig þær koma íbúðarlánendum til góða.
Mér virtist þessar tillögur ríkisstjórnarinnar í fljótu bragði afar innantómar og óskýrar ,reyndar óskiljanlegar öllum almenningi.Þá ræðir ríkisstjórnin um sérstakar aðgerðir vegna skuldugustu heimilanna án frekari skýringar.Etthvað annað og betra verður að koma frá flokkunum ef þeir ætla að halda sjó í komandi kosningum og skjóta jafnframt niður 20% niðurskurð lána,sem Framsókn og íhaldið gumar af.Kjósendum er þessar tillögur skiljanlegar á mæltu máli þó þær séu arfavitlausar.
Þann 3 mars s.l.lagði ég m.a. til á blogsíðu minni , að lækkun húsnæðismála miðist við visitölu frá 1.júli 2007.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skilaboð til Jóhönnu og Steingríms - Þjóðin býður enn eftir aðgerðum í íbúðarlánum.
3.3.2009 | 21:45
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef hugleitt nokkuð tillögu Framsóknarfl.um 20 % heildarlækkun húsnæðislána.Hún kemur afar misjafnlega og ranglega niður á lántakendum, er í reynd engin heildarlausn hjá þeim sem verst eru staddir.Tillagan er hrá og illa rökstudd, nokkur skonar kosningabomba,sem kjósendum er ætlað að kyngja í hringiðum kosninganna án þess að fá faglegrar og rökstuddrar niðirstöðu.Allir ættu þó að sjá að svona hugmyndir Framsóknarfl. gagnast þeim best sem mest skulda og er í reynd verið að verðlauna þá fyrir óábyrga skuldasöfnun,einnig fela svona aðgerðir miklar eignatilfærslur með ríkisframlögum og sköttum.
Ég hef ekki funndið einfaldari og fljóvirkari tillögu til úrlausnar í húsnæðislánum en tengja hana afturvirgt við vísitölu,jafnframt er þá einfalt að breyta niðurstöðum lánanna þegar verðbólgan og okurlánin og aðrar aðstæður í þjóðfélaginu verða komin í lag.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðgerðir í launa - og kjaramálum ríkisstjónarinnar mun ráða úrslitum í alþingiskosningunum.
2.3.2009 | 17:00
Fjármálakreppan er að rústa fjármál heimila og fyrirtækja í landinu.Hver mánuður sem lýður án aðgerða stjórnvalda viktar þungt í skuldasúpu heimilanna.Tugþúsundir missa atvinnuna og húsnæði og ennþá hefur ekki nein aðgerðaráætlun komið frá ríkisstjórnni um raunhæfar aðgerðir.Óvissan eykur óttan og sorgin grefur sig æ dýpra í sálarlif fólks.Langflestir Íslendingar hafa orðið persónulega vitni að þessu ástandi,sem er beinlínis hræðilegt og bitnar ekki síst á börnunum.Úrræðaleysi undanfarinna ríkisstjórna virkar svo grimm, spillt og tillitslaus og hreinlega lemur linnulaust á þjóðinni.
Hvernig getur löggjafarvaldið , viðkomandi ráðhr.og stjórnvöld horft í augu þjóðarinnar eftir að hafa gjörsamlega brugðist eftirlitsskyldu sinni gagnvart fjármálum hennar og steypt sér um borð í auðvaldsskútuna.
Ef núverandi stjórnarflokkar bera ekki gæfu til að koma strax fram með raunhæfar og ábyrgar aðgerðir í fjármálum heimilanna þá mun þjóðin hafna þeim í komandi kosningum.Nú duga ekki lengur nein loforð,efndir verða að koma í ljós fyrir alþingiskosningar. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar býður upp á framboð smáflokka,sem kemur best fyrir íhaldið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óformlegar viðræður eru nú í gangi milli þessa flokka að mynda meirihlutastjórn á alþingi og verði þá kosningum aflýst.Eftir að Jón Magnússon gekk í Sjálfstæðisfl.og Kristinn í Framsóknarfl.hafa flokkarnir fimm þingmanna meirihluta á alþingi.Fróðlegt verður að fylgjast með þessum pólutíska draugagangi,mikið er í húfi fyrir auðvaldið.Öllum rannsóknum og úttektum á bönkunum hafa verið í hægagangi eins og kunnugt er og hefur reyndar komið fram hjá hjá Ólafi Þ Haukssyni sérstökum saksóknara varðandi gögn frá Fjármálaeftirlitinu o.fl.eftirlitsaðilum.Af hverju sækir ekki saksóknari gögnin ?Hann hefur að sjálfsögðu lagaheimild til að taka upp mál af eigin frumkvæði.Eftir hverju eru þeir að bíða ?
Núverandi ríkisstjórn þarf að fylgjast vel með framvindu þessa mála.Hvaða gögn hefur Davíð Oddsson undir höndum eins og hann hefur látið í veðri vaka ? Hafi hann meint gögn eða vitneskju um ólögmæta starfshætti ber honum tafarlaust að afhenda saksóknara málsins þau.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aðgerðir stjórnvalda í fjármálum heimila og fyrirtækja mun ráða úrslitum kosninganna.
27.2.2009 | 15:58
Fjármálakreppan er að rústa fjármál heimila og fyrirtækja í landinu.Hver mánuður sem lýður án aðgerða stjórnvalda viktar þungt í skuldasúpu heimilanna.Tugþúsundir missa atvinnuna og húsnæði og ennþá hefur ekki nein aðgerðaráætlun komið frá ríkisstjórnni um raunhæfar aðgerðir.Óvissan eykur óttan og sorgin grefur sig æ dýpra í sálarlif fólks.Langflestir Íslendingar hafa orðið persónulega vitni að þessu ástandi,sem er beinlínis hræðilegt og bitnar ekki síst á börnunum.Úrræðaleysi undanfarinna ríkisstjórna virkar svo grimm, spillt og tillitslaus og hreinlega lemur linnulaust á þjóðinni.
Hvernig getur löggjafarvaldið , viðkomandi ráðhr.og stjórnvöld horft í augu þjóðarinnar eftir að hafa gjörsamlega brugðist eftirlitsskyldu sinni gagnvart fjármálum hennar og steypt sér um borð í auðvaldsskútuna.
Ef núverandi stjórnarflokkar bera ekki gæfu til að koma strax fram með raunhæfar og ábyrgar aðgerðir í fjármálum heimilanna þá mun þjóðin hafna þeim í komandi kosningum.Nú duga ekki lengur nein loforð,efndir verða að koma í ljós fyrir alþingiskosningar. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar býður upp á framboð smáflokka,sem kemur best fyrir íhaldið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar ég hlustaði á Seðlabankastjóra í Kastljósi þá hafði ég verulega samúð með honum, því heiðarlegar rökræður og skynsamleg gagnrýni væri honum í blóð borið.Hann væri hins vegar hundeltur af blindri rangsleitni siðlausra andstæðinga.Fólkið sem vildi honum vel og treysti honum fyrir mikilvægum upplýsingum,sem hann kom á framfæri.Hann hafi margreynt að aðvara ríkisstjórnina á undanförnum árum um bankahrun,en því hafi ekki verið sinnt.
Eins og þú sáir muntu uppskera og margir elska Guð ,en sú ást er oftast af stærstum hluta ótti um afdrif sálarinnar eftir dauðan.Ég ætla bara að vona að Davíð losni undan þessum hvíldarlausa ótta og hætti að draga pólutískt myrkur yfir höfuð sér.Við einfalda sjálfssvörun er aðeins til já eða nei,veldu já og farðu með reisn út úr bankanum.Það er rökrétt og skýrt andsvar til þjóðarinnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það tók Björn Bjarnason fyrrv.dómsmálaráðhr. á fjórða mánuð að ýta úr vör sakamálarannsókn vegna meintra fjársvikabrota bankanna ofl.Frá því neyðarlögum var beitt og yfirtaka bankanna til ríkisins var framkvæmd, kom aðeins fjármálaeftirlitið að fyrstu aðgerðum gagnvart bönkunum.Ljóst var þó í upphafi og reyndar um langan tíma að erlend starfsemi bankanna gæti leitt til þjóðargjaldþrots.Um væri að ræði mjög umfangsmikil og víðtæk fjársvikamál,sem vörðuðu meint brot á hegningalögum,skattlagabrotum og jafnvel landráð.
Allir héldu að fljótt yrði brugðist við af lögreglu - og dómsyfirvöldum einnig yrði leitað til færustu erlenda sérfræðinga í rannsóknum á þessum vettvangi.Ekkert markvert gerðist,ríkissaksóknari vísaði málinu frá sér og ríkislögreglustj.aðhafðist nánast ekkert.Dómsmálaráðhr.velti málinu fyrir sér vikum og mánuðum saman og ákvað svo að flytja frumvarp á alþingi um að skipaður yrði sérstakur rannsóknardómari til að bera ábyrgð á framkvæmd mála.Athygli vakti að sýslumaðurinn á Akranesi var skipaður í starfið þrátt fyrir takmarkaða reynslu af rannsóknum umfangsmikilla sakamála.All langur tími leið þar til sýslumaður var loks tilbúinn að hefja störf og ráða sér samstafsmenn.Engar fréttir hafa borist frá honum ennþá um framgang mála.
Af hverju var ekki Ríkislögreglustjóraembættinu strax falin þessi rannsókn og embættið gæti fengið til liðs við sig hæfa rannsóknaraðila? Var dómsmálaráðhr.að vantreysta embættinu eða lágu aðrar ástæður til grundvallar ? Sá langi tími,sem liðinn er frá því neyðarlögin voru sett og rannsóknin hófst, hefur leitt af sér almennt vantraust gangvart viðkomandi stjórnvöldum,sem hafi m.a. leitt til undanskota gagna í stórum stíl.Dómsmálaráðhr.Birni Bjarnasyni ber skylda til að upplýsa þjóðina um hvaða ástæður ollu þessum langa undirbúningstíma fyrir rannsóknina.
Hafi stjórnmálamenn löggjafarþingsins ekki hreinan skjöld í þessum umfangsmiklu fjársvikamálum ber þeim að víkja. Þann þátt mála þarf einnig að grandskoða og velta við hverjum steini eins og fyrrv.forsætisráðhr.sagði þegar neyðarlögin komu til framkvæmda. Því miður hefur engum steini verið velt við ennþá og löggjafarþingið ætlar sýnilega ekki að eiga neitt frumkvæði í þeim efnum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt í óvissu um uppgjör við glæpagengin - Endanlegt uppgjör við bankana getur tekið 7 ár.
24.2.2009 | 00:55
Það er formaður skilanefndar Landsbankans,sem telur að taki allt að 7 ár að fá endanlegt uppgjör bankans fram í dagsljósið,svipað er ástatt með aðra banka.Gegnsæið allt upp á borðið sögðu ráðhr.fyrrv.ríkisstjórnar.Blekkingar,leyndin og lygavefurinn heldur samt áfram.Þeir sem gerðu okkur gjaldþrota hafa ennþá mikil fjárhagsleg áhrif,hafa ekki einu sinni verið formlega yfirheyrðir og fyrirskipað að skila fjármunum bankanna til þjóðarinnar.Við erum sýnilega enn fjötruð í auðhyggju og græðgi frjálshyggju kapitalisma,þar sem flestir landsmenn verða þrælar auðkúunnar gróðaveganna vegna þeirra innbyggðu tengsla,sem hann grundvallast á.
Ég hefði viljað sjá alla fyrrv.þingmenn og ráðhr.og reyndar einnig núverandi ráðherra og löggjafarþing hverfa af vettvangi stjórnmálanna og mynduð yrði utanþingsstjórn.Þeir virtust allir vera meira eða minna bundnir á bás útrásarmanna.Að ljúga að fólkinu í landinu eða falsa fréttir voru orðin dagleg tíðindi fréttamiðla.Þá höfðu" athafnamennirnir lært á skömmum tíma fjármögnunarleiðir og peningaþvott mafíunnar og nýtt sér nánast ótakmarkuð vaxtalaus lán frá þeim upp á hundruði miljarða.Mest af þessum viðskiptum fór þó fram undir sýndareftirliti Fjármálaeftirlitsins,Selðabankans og viðkomandi ríkisstjórna.Öllum þessum viðskiptum var þannig fyrir komið að þjóðin bæri stærstan hluta skaðans og yrði að draga skuldavagninn ef til bankahruns kæmi.
Tugþúsindir heimila og þúsundir fyrirtækja eiga ekki lengur fyrir skuldum vegna atvinnuleysis, verðtryggingar , vaxtaokurs o.fl sem af þessu leiddi .Þjóðin er í reynd þrælar auðkúunnar gæpamanna.Það er mikil sorg,ótti og vonleysi sem ríkir með þjóðinni.Hún er samt smásaman að verða meðvituð um umfang,orsakir og áhrif þeirra glæpaverka,sem við stöndum frammi fyrir .Þjóðin mun smásaman ná vopnum sínum, varnarlaus gegn græðgi frjálshyggunnar verður hún vonandi aldrei aftur og hún mun aldrei gleyma þeim ríkisstjórnum,sem opnuðu alla gáttir fyrir þessa þjóðarógæfu frjálshyggju kapitalisma á Íslandi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)