Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Samfylkingin ein ísl.flokka hefur ákveðna stefnu í gjaldeyrismálum - evra

Aðrir flokkar eru margklofnir og úrræðalausir gagnvart umsókn að ESB eins og fram hefur komið á flokksþingum þeirra.Sjálfstæðisfl.hefur farið í sérstaka endurskoðun vegna þeirra fjölmörgu pólutísku mistaka,sem frjálshyggjan og síðan auðhyggjan og græðgin hefur leitt flokkinn  á undanförnum árum.Svona sjálfshreinsun ber þó  að virða sem framlag þeirra til að losna undan hinu illkynjaða meini sjálfsblekkingarinnar.Þó svo aldrei verði hægt að réttlæta nema lítinn hluta þeirra afglapaverka.

Lýðræðið verndum við best með að rýmka það og efla frelsið.Foringjum Sjálfstæðisfl.hefur tekist að láta flokksmenn sína trúa nánast öllu sem þeir halda fram.Af þessu leiðir að menn halda fram skoðunum gegn betri vitund og verða að einhverjum trúfíflum.Vegvísir slíkra stjórnmálamanna verður afar takmarkaður og þröngur.Vonandi hefur þessi pólutíska hreinsun orðið til þess að einhverjir hafi lært hina einföldu sjálfssvörun já eða nei.

Vonandi fá Sjálfstæðismenn á löggjafarþinginu langa hvíld frá setu í ríkisstjórn og geta þá endurtekið pólutískar hreinsanir gegn fíflhyggju fortíðarinnar.Þó svo að íhaldinu sé helguð þessi grein,þá uppskera aðrir stjórnmálamenn eins og þeir sá.Þeir hafa hoppað greiðlega um borð hjá íhaldinu og eiga sinn skerf í " efnahagslýsðræðinu ".


Flýtimeðferð inn í evróska myntbandalgið - Lærum af endalausum mistökum.

Aðild að ESB og myntbandalagi er fljóvirkasta leiðin til að tryggja þjóðhagslegan stöðugleika og byggja upp trúverðugleika landsins til framtíðar.

Tafarlaus mannaskipti í Seðlabankanum,Fjármálaeftirlitinu og sjálfri ríkisstjórninni.Alþingiskosningar fyrrihluta sumars.

Edda Rós Karlsdóttir,hagfræðingur,telur núverandi  fyrirkomulag peningamála,með gjaldeyrishöft og háa stýrivexti ,sameina það versta í peningaheiminum.Okkur vantar trúverðuga framtíðarsýn,aðgerðaráætlun til nokkurra ára,svo fyrirtækin og fólkið í landinu viti að hverju það gengur.Þá verðum við að fá gagnsæja og samræmda upplýsingagjöf um rannsókn bankahrunsins til að skapa framtíðartraust á fjármálakerfinu.

Við þurfum að læra af mistökum fortíðar,en horfa nú fram á veginn inn í framtíðina af bjartsýni og djörfung.


Verða Kaupþingsbankarnir og Glitnir sameinaðir og seldir erlendum bönkum ?

Ríkissjóður verður kjölfestir í Landsbankanum.Innan 6 mánaða verður kr.um 90 -100 kr.miðað við gengi dollars,henni verður þá væntanlega skipt í evrur.Rekstur Sparisjóða verður tryggður.Ég hef reynt í stuttu máli  að lýsa því,sem líklegast sé að gerist í fjármálum þjóðarinna á næstu mánuðum.

Við verðum að reyna að draga fram í dagsljósið bjartari myndir af fjármála ástandi þjóðarinnar.Nú eru það heimilin og atvinnan ,sem verða að sitja í fyrirrúmi.Læt þessar vangaveltur nægja að sinni,læt ykkur vita ef frekari upplýsingar verða á vegi mínum.


Kosið verði um aðildarviðræður við ESB , samhliða alþingiskosninum í vor.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill að kosið verði til alþingis samfara þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.Hins vegar eru engin lög eða reglur til hérlendis um þjóðaratkvæðagreiðslu og framkvæmd hennar og ekki heldur í Stjórnarskránni.Það er merkilegt að alþingi skuli ekki hafa fyrir löngu síðan sett lög um slíka atkvæðagreiðslu sem væri bindandi.

Rétt væri að sett yrðu ákvæði í lögin um  ákveðinn heildarfjölda kjósenda , yrði að ná t.d.80% kjörsókn og þá þyrftu 40% að samþykkja,svo tillagan yrði samþykkt.

Íslendingar verða að fá sem allra fyrst niðurstöður af samningsviðræðum við ESB,hefðum reyndar átt að vera búnir að því fyrir löngu síðan.Á eignarrétti okkar á sameignum þjóðarinnar við ESB má aldrei hvika og reyndar á lögformlega að koma þeim öllum undir Stjórnarskrá lýðveldisins.

Til þess að upplýstar niðurstöður náist í þessum viðræðum fyrir alþingiskosningar í vor,þarf strax að undirbúa þær,svo kjósendur séu sem best upplýstir um niðurstöður aðildarviðræðanna við ESB.Þá þurfa einnig fyrir þann tíma að liggja fyrir ákveðnar tillögur um myntbreytingu.


Reiðin og óttinn magnast - Vænta má alvarlegra átaka innan tíðar.

Það blikar í hörð átök í þjóðfélaginu vegna langvarandi mótlæti og stjórnleysi ríkisstjórnarinnar.Fylgifiskar fátæktar og skorts skapar mikla andúð og reiði og fólk getur hæglega misst tímabundið vald á dómgreind sinni.Ef mönnum veitist erfitt að hemja reiði sína vegna úrræðisleysis og heimsku stjórnvalda,þá er skynsamlegt að varast sérhvert tilefni,er getur valdið skapofsa og hömlulausa bræði.Þetta ætti ríkisstjórnin og viðkomandi stjórnvöld að hugleiða vel vegna stigvaxandi spennu í þjóðfélaginu,sem m.a.kemur fram í átökum við lögreglu og skemmdarverka.

Það getur reynst afar erfitt hlutskipti að veita ríkisstjórninni og fjármálavaldinu fyrirgefningu,sem hafa  endurtekið mjög alvarlegar misgjörðir á hlut saklausra borgara með okurlánum,óðaverðbólgu,verðtryggingu,mútum og þjófnaði,auk verðlausrar myntar.Það þýðir ekkert fyrir ríkisstjórnina að fela sig bak við Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið,þeir bera þar fulla ábyrgð.Það er afar slæmt ef þjóðin þarf lengi að bera hefndarhug í brjósti vegna aðgerðarleysis og aumingjaháttar stjórnvalda,það geta orðið djúp sár sem erfitt reynist að græða.

Þegar þjóðin sér,að ríkisstjórnin ætlar enga ábyrgð að bera á misgjörðum sínum og engin marktæk rannsókn verður gerð á bönkunum,enda löngu búið að forfæra og breyta gögnum af fyrrverandi eigendum bankanna og koma undan fjármunum .Steinarnir sem Geir sagði að yrði öllum velt við,verða allir á sínum stað,Davíð hefur þetta lið allt í hendi sér.

 


Góðar fréttir í kreppunni - Búið að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum

Það gleður okkur skíðafólkið mikið ,að nægur snjór er kominn til að opna skíðasvæðið og veðurspá hagstæð næstu daga.Vonandi fáum við tækifæri að skíða yfir jólin og fram yfir áramót svo skólakrakkarnir geti verið með.

Ég spái góðum skíðavetri eins og í fyrravetur og þá er bara að nýta sér vel hvítu ábreiðuna.Fátt er betra en njóta frelsisins, fegurðina og víðsýnið frá fjallatoppum Bláfjalla,sem eru víðsýnasta svæði hér á suðseturhorni landsins.

Hafið alltaf öryggið í fyrirrúmi,farið vandlega yfir skíðabindingarf og jafnframt að gæta þess vel að skóstærðir hjá börnum og unglingum passi vel.

Góða skíðahelgi og akið varlega vegna hálku á vegninum.


Ríkisstjórnin verður að viðurkenna ábyrgð og sýna fullann skilning á reiði fólks.

Það er mikilvægt að ráðamenn viðurkenni ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp í þjóðafélaginu.Nú er hætta á að ólgan magnist og komi til alvarlegra átaka milli lögreglu og mótmælenda.Fólki finnst því ógnað af aðgeraleysi stjórnvalda,reiðin og sársaukin brýst út. Leynimakk og óljós eða jafnvel röng skilaboð ríkisstjórnarinnar virka sem olia á eld.Við höfum margsinnis orðið vitni að því,að stjórmálamenn segja eitt í dag og annað á morgun.

Það verður að sýna tilfinningum fólks fullan skilning ,mótlæti þess við hinum ýmsu vandamálum eru afar fjölbreytilegar,það missir atvinnu sína,húsnæði og verður að leita sér vinnu erlendis.Óttinn og reiðin rótfestist við þessar aðstæður,sem undanfarnar og núverandi ríkistjórnir bera fulla ábyrgð á.Viðurkenni ekki stjórnvöld ábyrgð sína og  mistök  verða þau hrakin  frá völdum.Hvað viðtekur vitum við ekki,en ósamstæð stjórnarandstaða með afar illa skilgreindar aðgerðaráætlanir  er ekki heldur fýsilegur kostur fyrir land og þjóð.


Mótmælum á að sinna strax með skýrum aðgerðaráætlunum ríkisstjórnarinnar.

Helgi eftir helgi kemur fólk í hundraða - og þúsundavís til að mótmæla aðgerðrleysi ríkisstjórnarinnar.Öll kynningastarfsemi er nánast í skötulíki og ráðleysi ráðhr.algjör.

Hérvillingar eins og Davíð , Geir og Halldór Ásgrímsson á sínum tíma bera höfuðábyrgð á því að fjársjóðir til lands og sjávar hafa verið teknir frá þjóðinni á sýndarverði og úthlutað til flokksbræðra og vina sinna á undanförnum árum.Hér er m.a.átt við fiskveiðiheimildir,bankana og fjölda ríkiseigna.Nú lifir fólk við hvíldarlausan ótta,er í þúsunda tali að missa íbúðir og atvinnu og um þúsund fyrirtæki verða gjaldþrota á þessu ári.

Þjóðin er er loks búin að fá nóg.Ef mótmælum verður ekki sinnt strax með skýrum aðgerðaráætlunum munu brjótast út hörkulegri mótmælaaðgerðir en við höfum áður litið.Ég hef aldrei á langri æfi funndið jafn mikla undirliggjandi reiði til stjórnvalda.Komi til alvarlegra aðgerða mótmælenda við lögreglu mun allt ástand stigmagnast og verða að miklu báli.Það mun reynast erfitt að slökkva þá elda meðan Sjálfstæðisfl.fer með stjórn.Við eigum enga sérhæfa óeyrðalögr.nema fámenna víkingasveit.Þá má líka ætla að lögreglan gengi ekki samstíga til slíkra aðgerða.

 


Jafntefli við Norðmenn á heimavelli var ágæt útkoma.

Það var gaman að sjá baráttuandann í liðunu.Slæm byrjun,sjö mörkum undir um miðjan fyrri hálfleik.Í seinni hálfleik sýndi silfurliðið hvað í því býr,þrátt fyrir að 4.menn vantaði í liðið.Logi setti 13 mörk í leiknum og sannaði að hann er einn af þremur bestu leikmönnum landsins.Það er gaman að sjá þessar frændþjóðir keppa,þar er hvergi gefið eftir.


Bankastjóraskiptin í Glitni kostuðu bankann 900 miljónir.

Eins og kunnugt er fékk Lárus Welding yfir 300 miljónir fyrir það eitt að hefja starf hjá bankanum.Sama ár hætti Bjarni Ármannsson sem bankastjóri Glitnis,en hann hafði verið þar í 10 ár.Hann fór þó ekki tómhentur heim,heldur fékk hann 190 mil.kr.í launagreiðslur,en inni í því átti að vera starfslokasamningur.Þá hagnaðist Bjarni ennfremur um 391 mil.kr.á kaupréttarsamningum eftir að hann hætti.

Það eitt að losa sig við' einn bankastjóra og ráða annan kostaði því Glitni um 900 miljónir króna á síðasta ári.Þá má líka nefna m.a.árslaun Hreiðars Már Sigurðssonar,forstjóra Kaupþings,sem fékk greiddar 741 miljón króna í árslaun 2007.Þjóðin spyr eðlilega hvernig svona hlutir geta skeð fyrir framan nefið á ríkisstjórninni,Seðlabankanum,Fjármálaeftirlitinu o.fl.Svona fjármálaspilling er áður óþekkt á Íslandi þó ýmislegt hafi komið í ljós eftir að auðhyggjan og græðgin varð taumlaus í skjóli frjálshyggjunnar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband