Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Geta afbrotamenn (sbr.Árni Johnsen) sem afplánað hafa þunga refsidóma setið á Alþingi Íslendinga.

Nú er það enn að gerast hjá Sjálfstæðisfl.að maður sem hefur afplánað 2.ára fangelsisdóm fer í framboð fyrir flokkinn til alþingiskosninga.Fleiri þingmenn flokksins hafa einnig hlotið fangelsisdóma áður en farið samt í framboð og setið á þingi.Það eykur ekki traust né virðingu á alþingi  að sjálft löggjafarþingið,sem setur lög fyrir dóms - og framkvæmdavaldið sé með þingmenn innanborðs sem hafa að yfirlögðu ráði unnið til alvarlegra afbrota.Þó svo að menn uppfylli skilyrði til sakaruppgjafar,sem oft er þó umdeilt ætti það ekki af siðferðislegum ástæðum að heimila mönnum þingsetu.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisfl.muni endanlega afgreiða framboðsmál Árna Johnsen sem nú talar um mál sitt sem tæknileg mistök,hvernig sem á nú að heimfæra það miðað við þau afbrot sem hann hlaut dóm fyrir.( var kannski notaður klaufhamar í stað naglbítar  var viðmælenda mínum að orði þegar hann heyrði þetta)Árni er orðhagur maður og hefur þarna kannski skapað  nýtt sjónarhorn á afbrotalýsingu.Það er athyglisvert að til löggæslumanna eru gerðar  kröfur um hreint sakarvottorð,en ekki alþingismanna sem bera þó ábyrgð á setningu laga,en lögreglunnar á framkvæmd þeirra.Væri ekki eðlilegt að þarna væri jafnræði á.  

Það er ekki aðeins að kjósendur bíði eftir afstöðu Sjálfstæðisfl.í málinu heldur líka alþingis.Þetta er löggjafarvaldinu og lýðræðinu til skammar. 

 


Tillaga um breytingar á öryggismálum Almannavarna - Landhelgisgæslu - Radsjárstofnunar

Aðalstöðvar Almannavarna Íslands verði staðsettar á Keflavíkurflugv.Undir stjórn Almannavarna komi öryggismál, Landhelgisgæslan og Radsjárstofnun,sem verði einnig með sínar bækistöðvar á Keflav.flugv.Almannavarnir sé sjálfstæð stofnun,sem fær sitt lögboðna umboð og valdsvið frá löggjafarvaldinu eins og ríkisendurskoðun.Öll öryggismál komi undir valdsvið Almannavarna,er tekur til yfirstjórnunar s.s.jarðskjálfta,eldgosa,flóða og annara náttúruhamfara.Hinar velþjálfuðu sveitir hinna ýmsu hjálparstofnana myndu þar gegna veigumiklu hlutverki og verða hluti af launuðu starfsliði Almannavarna.

Þá hafi Almannavarnir yfir að ráða fjölmennum sérhæfðum sveitum öryggisvarða,sem hægt er að beita gegn  hvers konar hryðjuverkum og hafa hemil á ofbeldisaðgerðum mótmælenda  m.a.vegna alþjóðlegra ráðstefnuhalda.Allar slíkar aðgerðir  skulu framkvæmdar í samráði við yfirstjórn löggæslunnar.

Starfsmannafjöldi einstakra starfsdeilda stofnunarinnar yrði ákvarðaður samkvæmt tilskipun og mati yfirstjórnar Almannavarnar.Verknám og þjálfun öryggissveita sé leitað hjá þeim ríkjum sem best falla að okkar umhverfi  og aðstæðum.

Þessar tillögur beinast líka að skapa jafnvægi um völd þessa málaflokka,sem eru nú í höndum Ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðhr.Það er hluti af lýðræðinu að eðlileg valddreifing ríki um stjórnsýslu löggæslunnar í landinu.Efling löggæslunnar varðandi fíkniefna - og umferðarmál er löngu tímabært,en fjölgun lögreglumanna til að gegna öryggismálum undir stjórn Ríkislögreglustj.er ekki  rétta leiðin.Sjálfstæð stofnun Almannavarna sem fær lögboðið sitt vald beint frá alþingi er lýðræðinu samboðin varðandi varnarmál þjóðarinnar.

                                                                          Kristján Pétursson


Mál innflytjenda varðar hagsmuni allra Íslendinga.

Umræðan undanfarna daga um afskipti stjórnvalda af innflytjendum,sem búa hér í lengri eða skemmri  tíma er óábyrg og raunar heimsuleg á margan hátt.Þeir sem vilja frjálst innstreymi útlendinga hingað, hafa ekki lagt fram neinar skipulagðar langtíma áætlanir varandi hámarkstölur innflytjenda né viðmiðanir varðandi atvinnu og húsnæði fyrir þetta fólk.Komi hingað tugþúsundir manna næstu árin þá höfum við ekki möguleika að skipuleggja nauðsynlegustu þjónustu þeim til handa,bæði er tekur til heilbrigðismála og almennar menntunar.Það er ekki heiðarlegt né skynsamlegt af þeim sem vilja hömlulaust innstreymi innflytjenda að kalla okkur hina rasista sem viljum takmarka fjöldann og skipuleggja komu og velferð þeirra.Það er lífsnauðsynlegt að sjórnvöld hér kynni sér þessi mál hjá nágrannaþjóðum okkar í Evrópu.Hér er um mjög margslungna málaflokka að ræða,sem við verðum að taka á af þekkingu en ekki innantómum slagorðum,sem gætu hreinlega orðið til þess að mynda  virkar mótmælahreyfingar gegn vissum trúar - og þjóðernishópum.Við verðum að vera ávallt þess minnug að við erum aðeins 300.þúsund  manns þegar við  ákveðum fjölda innflytenda.

Ég vil leggja fram þá tillögu til alþingismanna að allir innflytjendur,sem hyggja á búsetu hér á landi  verði strax við komu sína að fara í a.m.k.3 - 4 mánaðar skóla til að læra íslensku og fá þekkingu um land og þjóð,atvinnu  og almenn réttindi þeim til handa.Innflytjendum séu greidd laun frá ríkinu á meðan skólavist stendur.Framhaldsmenntun í íslensku standi þeim til boða en þá á eigin kosnað eða vinnuveitenda.Ljóst er að slíkur skóli þarf að  hafa mikið  rými fyrir alla nýbúa sem hingað koma og kennara til að höndla hin fjölþjóðlegu tungumál.

Það er ekki æskilegt að hingað komi innflytjendur frá þeim löndum múslíma sem heimila hryðjuverkamönnum að athafna sig innan sinna landamæra og gera kröfu um að sjaria lög gildi.Ekki viljum við að hér byggi fjölmennur hópur fólks,sem vildu hafa hér sín eigin lög,sem þeir teldu æðri íslenskum lögum og reglugerðum.Við hljótum að gera hliðstæðar aðgerðir og aðrar Evrópuþjóðir gagnvart innkomu slíkra manna hingað til lands. 

                                               Kristján Péturssson

 


Árangursríkar aðgerðir gegn fíkniefnaglæpum.

Fíkniefnin flæða inn í landið þrátt fyrir aðgerðir löggæslunnar.Skipulag þeirra sem flytja inn efnin,dreifa þeim  og fjármagna er komið á slíkt hættustig,að ekki verður lengur hjá því komist að endurskipuleggja og efla nánast allar rannsóknaraðgerðir löggæslunnar á sama tíma verði allar forvarnir virkar,en þá verða líka allir viðkomandi aðilar að sameinast  og sýna dug og kjark í stað þess að vera hræddir áhorfendur og bíða þess sem að höndum ber.Fjárfrek langtíma rannsóknar verkefni bíða löggæslunnar bæði er lýtur að dreifingu fíkniefna innanlands og innflutningsleiðum erlendis frá.Slíkar aðgerðir krefjast stóraukins mannafla sérhæfðra lögreglumanna,sem kostar mikla fjármuni.Við eigum í höggi við skipulagða fjölmenna hópa stórgæpamanna,sem hefur tekist að skipuleggja dreifingu í nánast öllum hverfum á stór-Reykjavíkursvæðinu og byggðalaga á landsbyggðinni.Foreldrar barna á grunnskólaaldri eru óttasleginn um að dreifiaðilar fíkniefna séu að skipuleggja sölukerfi innan skólanna.Erlendir aðilar eru alltaf í ríkari mæli að koma að innflutningi efnanna,sem bendir eindregið til að mafían hafi augastað á Íslandi einkanlega vegna hins háa verðlags fíkniefna hér á landi.Við verðum að tryggja að lög og reglur í landinu torveldi ekki rannsóknaraðilum skilvirkni í starfi og allar starfsreglur séu skýrar og afdráttarlausar.Ef stjórnvöld og löggæslan standa þétt saman,þá má ætla að þjóðin fylki sér að baki þeim.Fíkniefnaneyslan er háskabál sem við verðum að stöðva.Ég varaði þjóðina l970  ítreklað við þeim hættum og afleiðingum sem myndu skapast við fíkniefnaneyslu ef ekki yrði strax brugðist við.Því miður náðu ekki aðvaranir mínar til viðkomandi stjórnvalda og löggjafarvaldið dróg lappirnar.Nú er ekki lengur hægt að skjóta sér undan ábyrgð,það er aðeins ein leið framundan það er alvöru stríð við þessa gæpamenn.       Kristján Pétursson,fyrrv.deildarstj.      

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband