Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þarna geta ökumenn fengið af sér góðar myndir frá lögreglunni ef - ef -ef þeir aka of hratt.Þetta eru góðar fréttir,en flestir verða sjálfsagt að stíga léttar á bensíngjöfina og ætla sér lengri tíma milli staða.
Í undirbúningi er að setja upp hraðmyndavélar víðar á næstunni.Þegar búið verður tvöfalda veginn milli Keflav.og Reykjavíkur er líklegt að hámarkshraði á þeirri leið verði 110 km.
![]() |
Hraðamyndavélar á Suðurnesjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verður mál Guðjóns Þórðarsonar tekið fyrir í aga - og úrskurðarnefnd ?
27.5.2008 | 22:59
Það verður fróðlegt að sjá hvernig aga - og úrskurðarnefnd tekur á þessu máli.Það er nausynlegt að draga ákveðnar línur í þessum málum almennt.Það skaðar stórlega íþróttina ef menn geta opinberlega ráðist á störf þjálfara ,dómara og stjórnarmanna án þess að færa gild rök fyrir máli sínu.Störf knattspyrnudómara og stjórnarmanna eru líka háð ákveðnu eftirliti.
Á þessu máli og fjölmörgum öðrum þarf að taka af festu og móta þá fyrirmynd,sem íþróttinni sæmir.
Nú er aðeins heimilað af Þingvallanefnd að veiða með maðki,flugu og spún í þjóðgarðinum.
25.5.2008 | 14:26
Þetta eru tímabær fyrirmæli,beita á borð við makríl,sardinu,hrogn , smurefni o.fl.fylgir sóðaskapur og jafnvel mengun innan þjóðgarðsins.
Þá má aðeins veiða frá landi,bannað að nota báta og annað sem hægt er að fleyta sér á.Þetta eykur líka öryggi.
Lífeyrissjóðir landsmanna eru ekkert áhættufé fyrir bankana.
22.5.2008 | 22:08
Nú er nokkrir Sjálfstæðismenn að leggja til að lífeyrissjóðirnir komi frekar en orið er að verðbréfakaupum í bönkunum.Þetta eru slæmar fréttir,þegar bankarnir eru búnir að spenna bogann of hátt og missa marks,þá eiga landsmenn í formi lífeyrisstjóðanna að lyfta þeim upp á stallinn.
Þjóðin öll á þessa lífeyrissjóði,hún ræður hvernig þeim verður ráðstafað,ekki ríkisstjórnin eða ríkissjóður.Við erum búin að vera vitni að græðgisvæðingunni hvernig hún hefur stjórnlaus sett efnahagsmál þjóðarinnar í þá sjálfheldu,sem við búum við og sjáum ekki fyrir endan á henni.
Látið lífeyrissjóðina í friði þeir eru okkar lífæð inn í framtíðina.Þeir eru ekkert áhættufé til að laga lausfjárstöðu bankanna,né til að auka tiltrú erlendra lánadrottna á þeim.
20 konur (fíklar ) hafa látist af völdum fíkniefna á einu ári.
22.5.2008 | 18:02
Þessar niðurstöður staðfesta hversu háð og ávanabindandi sterk fíkniefni eru.Móður tilfinningar og kærleikur fyrir börnum sínum verður sýnilega að víkja þegar fíkniefnin hafa náð þeim heljartökum,sem leiðir til þess að mæður svifta sig lífi eða efnin leiða til láts þeirra með öðrum hætti.Um tuttugu mæðralus börn á einu ári af þessum sökum er staðreynd.
Feður verða forsjáraðilar barna með öllum þeim skyldum og réttindum sem því fylgir.Í sumum tilvikum hafa þeir einnig látist af völdum fíkniefna og verða þá barnaverdunarnefndir að annast um hver framtíð barnanna verður.Stundum þarf að úrskurða hvort forsjáraðili sé hæfur til að annast umsjá barn.Umboðsmaður barna kemur einnig að þessum málum í auknum mæli.
Hér er oft um mjög viðkvæm og sársaukafull mál að ræða.Oft eru forsjáraðilar vegna fíkniefna - eða áfengisneyslu ekki færir um að annast börnin og koma þá oft til nánustu ættingar.Ég starfaði eitt sinn tímabundið í barnarverndarnefnd og það var mér mikil lífsreynsla.Ánægjulegt þegar vel tiltókst,en sorgin gat orðið djúp og sár ef málin tóku langan tíma vegna hvers konar missættis aðila.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rice kom hingað til Íslands í gærdag.Hún mótmælti ályktun alþingis Íslendinga varðandi meðferð fanga Bandaríkjshers í Guanttánamo.Taldi að við ættum að kynna okkur skýrslu frá Öryggis - Samvinnustofnun Evrópu þar að lútandi.Þá mótmælti hún einnig hvalveiðum okkar.Hópur þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa lagt fram ályktunartillögu að hvalveiðum þar í landi verði hætt bæði vísinda - og atvinnuveiðum.
Íslendingar ættu að banna hvalveiðar af tveimur megin ástæðum.Enginn markaður er fyrir hvalkjöt erlendis lengur og mjög vaxandi hvalaskoðun er orðinn vænlegur atvinnuvegur víðsvegar kringum landið,sem skapar þúsundum Íslendinga atvinnu og miljarða tekjur.
Hvalveiðar eru eins og kunnugt er illa séðar af miljónum manna um víða veröld.Þær verkar afar sterkt á tilfinningalíf fólks,sem telur hvalina stærstu dýr veraldar vera tign hafanna, skynsöm og hæfileikarík dýr með sterka sköpun.Þegar ég var til sjós,sem var reyndar ekki lengi,fann ég sterka kennd með þessum tilkomumiklu dýrum.Hvalverkunarstöðin í Hvalfirði var ekki stoppistöð mín á ferðum þar framhjá.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.5.2008 kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Salan á Ísl.Aðalverktökum ólögmæt samk.dómi Hæstaréttar - Hvað næst ?
19.5.2008 | 22:05
Ekki heyrist neitt frá opinberum aðilum hvernig fullnustu dóms Hæstaréttar í þessu máli verði háttað.Hver ætlar að sjá um að dómurinn nái fram að ganga eins og lög mæla fyrir.Verður ráðherrum fyrrv.ríkisstjórnar þar á meðal núverandi forsætisráðhr.,Valgerður Sverrisd. o.fl..sem báru fulla ábyrgð á sölu hluta ríkisins í Aðalverktökum látnir sæta lögformlega ábyrgð? Verður samningum ryft ?
Hér er um afar stórt mál að ræða,þar sem m.a.hæsta tilboði í fyrirtækið var hafnað til að útvaldir starfsmenn og hluthafar gætu eignast það á hagkvæmu verði.Ekki hefur verið upplýst hvað ríkið tapaði miklum fjármunum vegna þessa viðskipta.Hér virtist vera um pólitískan gjörning að ræða,sem þarf að upplýsa.Ættu jafnvel viðkomandi stjórnmálamenn að segja af sér þingmennsku og ráðherrastörfum vegna þessa máls? Þjóðin á að fylgjast vel með svona málum og sjá hvernig dómnum verður framfylgt.Hér er um að ræða eitt af stærstu fjármála - og viðskiptabrotum samtímans,svona mál er mælikvarði á taumlausa spillingu.Hér er ekki um að ræða að afsaka afglapaverk heldur þaulhugsað ásetningsbrot.
Verndarfylgd Harry prins ók á ofsahraða - Lögreglunni kennt um.
18.5.2008 | 18:49
Þessar upplýsingar eru frá fjölskyldu, sem ók eftir M-4 hraðbrautinni skammt frá London og var vitni að ofsaakstri verndarfylgdar lögreglunnar með Harry prins.Taldi fjölskyldan sig í stórhættu þegar lögreglan ók fram fram úr þeim og hafi fjölskyldan orðið að auka hraðann upp í 160 km.til að sleppa við árekstur við fylgdarbifr.prinsins.
Eðlilega vekur svona ofsaakstur með prinsinn skelfingu breta og leiðir hugann að dauðaslysi móður hans Díönu prinsessu fyrir nokkrum árum,sem er sjálfsagt sögulegasta bílslys sögunnar.Ekki hefur verið upplýst hvað olli þessum ofsaakstri með prinsinn að þessu sinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Forsætisráðhr.þorir ekki að nefna næsta borgarstjóraefni Sjálfstæðisfl.í Reykjavík.
17.5.2008 | 19:56
Enn tvístíga Sjáfstæðismenn hver taki við af Ólafi Magnússyni,borgarstj.Engin samstaða er innan borgarafl.Sjálfstæðisfl.hver fái keflið og ljúki endasprettinum.Nú heyrist að Júlíus Vífill Ingvarssson muni gefa kost á sér,en hann hefur ekki notið mikils kjörfylgis innan flokksins.Júlíus er vissulega hæfur maður í starf borgarstj.með mikla reynslu í fyrirtækjarekstri.
Það sýnir ekki sterka stöðu Geirs sem formanns flokksins,að vera ekki löngu síðan búinn að leysa þetta mál,sem hefur stórskaðað flokkinn í Reykjavík og hefur náttúrlega einhver áhrif á landsvísu.
Þingmenn og ráðhr.hafa fengið á annan miljarð v/eftirlaunafrumvarpsins síðan 2003.
16.5.2008 | 18:07
Nú þegar verið að rífa málið upp þá er það Samfylkingin sem það gerir.Valgerður Bjarnadóttir lagði nýlega fram frumvarp um að eftirlaunafrumvarið yrði afnumið og nú hefur Ingibjörg Sólrún lagt til að í samræmi við málefnasamning ríkisstjórnarinnar að það verði afgreitt áður en þingið fer í sumarleyfi.
Ekki heyrist neitt marktækt frá stjórnarandstöðufl.í þessu máli,nema hvað þeir reyna að gera gys að Ingibjörgu.Þá er öllum kunnugt eineltið sem Stöð 2 hefur haldið uppi gangvart Ingibjörgu í fleiri vikur út af þessu máli.Það á að þakka Ingibjörgu og Valgerði fyrir að taka málið upp í þinginu,þær sýna í verki að Samfylkingin vill afnema þetta dæmalausa óréttlæti,sem var þingheimi til háborinnar skammar og mæltis eðlilega mjög illa fyrir hjá aðilum vinnumarkaðarins á sínum tíma.Rétt er þó að geta þess að Samfylkingin að einum þingmanni undanskilið og VG samþykktu ekki fraumvarpið í meðferð þingsins.Það kann þó ekki góðri lukku að stýra þegar sjálft alþingi skapar svona fordæmi fyrir sjálft sig og æðstu embættismenn þjóðarinnar.Það er hörmulegt að heyra suma alþingismenn réttlæta svona afglapaverk.Það verður fróðlegt að sjá hvernig VG,Framsókn og Frjálslyndir koma að þessu máli.
164 þingmenn og ráðhr.fengu greitt á s.l.ári 250 mil.kr.í eftirlaun samk.umræddu eftirlaunafrumvarpi.Líklegt er að þessi hópur hafi frá 2003,er frumvarpið var samþykkt fengið greitt á annan miljarð kr.