Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Góðar fréttir,að reynt verði að bjarga hvítabirninum við Hraun á Skaga.

Von á mönnum frá dýragarðinum í Kaupmannahöfn á morgun með búr og tæki til að bjarga dýrinu.Nú er ég ánægður með aðgerðaráætlun Hjalta J.Guðmundssonar ,sviðsstjóra náttúruauðlinda hjá Umhverfisstofnun um að bjara dýrinu.

Það verður fróðlegt og jafnframt spennandi að sjá hvernig þessar aðgerðir fara fram.


mbl.is Reynt að ná birninum lifandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norska krónan verði gjaldmiðill þjóðarinnar,þar til ákvörðun verður tekin með ESB

Það er deginum ljósara að Seðlabankinn virðist engin áhrif hafa á gengi krónunnar.Krónan veikist stöðugt og setur verðbólguna hér í hæstu hæðir.Áfram situr ríkisstjórnin aðgerðalaus og vonar að einhvern timann muni krónan styrkjast.Annað eins úræðaleysi er vandfundið í ísl.stjórnmála heimildum.Verðbólgan hækkar höfuðstól íbúðarlána landsmanna um miljarða á hverjum mánuði.27 þúsund íbúðareigendur skulda umfram eignir og enn fleiri bifreiðaeigendur skulda í bílalánum umfram verðmæti bifr.

Þetta er þó bara einn þáttur af efnahagsóreiðunni,okurvextir og matarverð eru stöðugt að grafa sig dýpra inn þjóðarsálina.Ég skil ekki aðgerðarleysi stéttarfélaga og alls almennings.Er óttinn svona mikill að hann beinlínis dragi allan kjark úr fólki eða erum við bara sundraðir hver uppi í hárinu á öðrum.Meðan enginn hefur hemil á græðginni hver ætti þá að skera okkur niður úr snörunni.

Við þurfum frelsi og lýðræði til að byggja upp menningarlegt þjóðfélag,en ekki vera sífellt að  ranghverfa og  blekkja fólk.Þjóðin verður að finna sér sameiginlegan vettvang til að velta af sér því oki sem við búum við.Er ekki eðlilegast að stéttarfélögin í landinu hafi það forustuhlutverk og þjóðin beri gæfu til að standa fast að baki þeim.


Hátt markaðsverð skapar mikið framboð á fíkniefnum hérlendis.

Góð frammistaða löggæslunnar í þessu máli,sýnir að við erum í stakk búnir að takast á við glæpahringi,þó svo að ekki verði höggvið stórt skarð í  fíkniefnamarkaðurinn.Það sem vekur nokkra athygli er ,að svo mikið magn af Cannabisefnum skuli flutt hingað núna þegar neysla á hassi hefur heldur dregist saman á sama tíma ,sem mikil aukning hefur orðið í neyslu sterkari efna. 

Það sem vekur nú mestan óhug er ef satt reynist,að heroin sé að festa rætur hér.Heroin er lang hættulegasta fíkniefnið,afleiðingar þess á heilsu manna hefur gífurlegar afleiðingar.Þá er efnið notað af glæpahringjum  til að hafa stjórn á vændiskonum og hvers konar glæpir,þjófnaðir,rán og manndráp eru tíðast tengd heroin neyslu.Ég ætla bara að vona að ríkisstjórnin standi fast að baki löggæslunni í þessum málaflokk,nógu slæmt er ástandið fyrir,en nái heroin neysla að festa hér rætur með skipulögðum aðgerðum glæpahringja þá erum komin á ystu nöf.Hemill á græðgi peningavaldsins ,sem nærist á fíkniefnum verður ekki tortímt,en það er hægt að spyrna rækilega við fótum ef ríkisvaldið skilur sinn vitjunartíma.


Bensínverð í methæðum víðsvegar um heim.Hvar eru mörki?

Á morgun mun bensínverð t.d.í Danmörku hækka í 11.68 d.kr.jafngildir 187 ísl.kr.Manni finnst skorta nánari upplýsingar um ástæður fyrir þessum miklu hækkunum.Sumir tala um stríðsástand  vegna Irans og reyndar fleiri múslimaríkja við Israel eða öllu heldur við Bandaríkin.Það sé verið að undirbúa sig með eldsneyti fyrir þau átök.Þá er réttilega bent á mikla aukningu eldsneytis í Kína,Indlandi o.fl.austurlöndum fjær.Manni finnst samt eitthvað fleira liggja til grundvallar þessum miklu hækkunum,eru stærstu olíuframleiðslu ríkin eitthvað að styrka stöðu sína í valdatafli viðskipta og hernaðar í  heiminum? Eiga vopnaframleiðendur ekki líka stórra hagsmuna að gæta á þessum vettvangi ?Sá spyr sem ekki veit.Er ekki löngu kominn tími til að ríkissjóður og olíufélögin lækki olíuverðið a.m.k.tímabundið.Það myndi líka slá eitthvað á verðbólguna.Þessar olíuhækkanir magna upp verðbólguna,það bítur hver í skottið á öðrum.

Er draumur Íslendinga um laust sæti í heimsmeistarakeppninni úr sögunni ?

Einn daprasti leikur Íslendinga í handknattleik í dag við Makedóníu í Shopje er staðreynd.8 marka munur 34-26.Liðið var illa skipulagt og gátu stórskyttur Makedóna nánast skorað eftir vild.Varnarmenn okkar reyndu aðeins í lok leiksins að stíga fram gegn skyttunum og það bar strax árangur,en þá var leiktímanum að ljúka.Þá nýttum við ekki fjölda dauðatækifæra,það var nánast öllu klúðrað í einhverju fáti.Reynar varði markmaður Makedóna yfir 25 skot.

Miklar væntingar liðsmanna okkar um gott gengi eftir sigur á Svíum, virtist hafa slæm áhrif á liðið.Lið Makedóníu sýndi ágætan leik á pörtum,en þó engan toppleik.Seinni leikur liðanna hér heima verður okkur afar erfiður.8 mörk er löng leið að brúa.Strákarnir okkar hafa nokkrum sinnum áður orð'ið að fara torveldustu leiðina og bjargað sér fyrir horn.Það verður væntanlega erfiðast fyrir okkur að sigrast á markmanni þeirra.Áfram Ísland gefur mörg mörk,áhorfendur verða að troðfylla höllina. 


Enn bíður þjóðin eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar - Seðlabankinn ræður ekki för krónunnar.

Af hverju kemur ríkisstjórnin ekki fram með opinbera aðgerðaráætlun í verðbólgu og vaxtamálum.Er ríkisstjórn ekki samstíga um aðgerðir í þessum málum.Nú er spáð 10 % verðbólgu út árið,en 6 % verðbólgu á næsta ári og 6% atvinnuleysi.Slíkar spár kalla á aðgerðir ríkisstjórnarinnar strax.Eins og áður hefur komið fram eiga nú 27 þúsund íbúðareigendur ekki fyrir skuldum.Með sama ráðleysi og aumingjahætti ríkisstjórnarinnar blasir við gjaldþrot tugi þúsunda heimila í landinu.

Nú þegar er fjöldi landsmanna farnir að undirbúa brottför úr landi og þá eru einkanlega námsmenn,sem hugðu á heimkomu  frestað henni.Allt er þetta að gerast út af ráðleysi ríkisstjórnarinnar og röngum stjórnarháttum.Ríkisstjórnin og Seðlabankinn einblína á styrkingu handónýtrar krónu,sem getur einhliða aldrei orðið  nein lækning á okkar efnahagsmálum.Um það er mikill meirihluti þjóðarinnar sammála eins og komið hefur fram í endurteknum skoðanakönnunum ,nema þingflokkar Sjálfstæðisfl.og VG.

Það vita allir heilvita menn,að þjóðin verður að hafa virkan gjaldmiðil.Við verðum því strax að leysa þau mál.Ég held að þjóðin eigi núna að ganga til kosninga um umsókn að aðild í ESB.Sé það ekki hægt í samstarfi við Sjálfstæðisfl.verður þessu stjórnarsamstarfi að ljúka og ganga til alþingiskosninga í haust.


Stolið úr mannlausu húsi í Hveragerði - Mat þjófa á aðstæðum er ekki til.

Að nota sér svona aðstæður til þjófnaðar er öllu heilbrigðu fólki óskiljanlegt.Algengustu ástæður fyrir hvers konar gripdeildum í dag eru að afla sér peninga til fíkniefnakaupa.Þjófar hafa alltaf verið til og í sakamálafræðum er þessi tegund afbrota sú algengasta í mannheimi.Aðferðafræði þjófa er afar breytileg,sumir stela nánast öllu sem hönd á festir,aðrir velja sér tiltekin svið,þar sem af vel yfirlögðu ráði þjófnaðir eru skipulagðir ,svo eru þeir sem nýta sér einfaldar og áhættuminni aðferðir,stela úr mannlausum  húsum,bifr.ofl.

Þjófnaðir koma öllum illa og eru því sú tegund afbrota,sem erfitt er að baktryggja sig fyrir.Þeir fara huldu höfði meðal vor,ómerkt pláa,sem við verðum að búa við.Hinir fingralöngu eru það oftast æfilangt.Þjófar fara yfirleitt ekki í manngreiningarálit né láta hinar sárustu aðstæður aftra sér eins og dæmið í Hveragerði sýnir.


Sett verði lög fyrir ferðamenn um hálendissvæðin vegna öryggismála o.fl.

Á hverju ári verða bjögrunarsveitir að fara í fjölda leiðangra inn á hálendið að leita að fólki,sem hefur  villst af leið ,fest  eða skemmt farartæki sín og hafa ekki nothæfan fjarskiptabúnað eða alls engan meðferðis.Þá láta sumir aðalega útlendingar ekkert af sér vita.

Skipulagðar leitir fjölmennra björgunarsveita eru afar kosnaðarsamar og fáir eru tryggðir fyrir slíkum aðgerðum.Ég viðurkenni að mig skortir þekkingu á þessu sviði bæði framkvæmda - og lagalega séð.Er eins og hver annar Íslendingur,sem heyrir frásagnir í fjölmiðlum af hvers konar leitar - og björgunaraðgerðum.

Mér hefur oft dottið í hug,að hálendissvæði ,sem eru hættuleg yfirferðar væru öll kortlögð með ákveðnum litum,mælikvöðrum og kennimörkum.Sett yrðu lög um að allir þeir sem fara um þessi svæði verði að tilkynna ferðamálaskrifstofum ferðaáætlun sína nákvæmæmlega og þeim sé skylt að hafa öruggan og viðurkenndan fjarskiptabúnað meðferðis.Fari ferðamenn í heimildarleysi inn á þessi svæði séu ákveðin viðurlög við að brjóta þau.


Condolleezza utanríkisráðhr.Bandaríkjanna mótmælir hvalveiðum Íslendinga.

Rice kom hingað til Íslands í gærdag.Hún mótmælti ályktun alþingis Íslendinga varðandi meðferð fanga Bandaríkjshers í Guanttánamo.Taldi að við ættum að kynna okkur skýrslu frá Öryggis - Samvinnustofnun Evrópu þar að lútandi.Þá mótmælti hún einnig hvalveiðum okkar.Hópur þingmanna í  fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa lagt fram ályktunartillögu að hvalveiðum  þar í landi  verði hætt bæði vísinda - og atvinnuveiðum.

Íslendingar ættu að banna hvalveiðar af tveimur megin ástæðum.Enginn markaður er fyrir hvalkjöt erlendis lengur og mjög vaxandi hvalaskoðun er orðinn vænlegur atvinnuvegur víðsvegar kringum landið,sem skapar þúsundum Íslendinga atvinnu og miljarða tekjur. 

Hvalveiðar eru eins og kunnugt er illa séðar af miljónum manna um víða veröld.Þær verkar afar sterkt á tilfinningalíf fólks,sem telur hvalina stærstu dýr veraldar vera tign hafanna, skynsöm og hæfileikarík dýr með sterka sköpun.Þegar ég var til sjós,sem var reyndar ekki lengi,fann ég sterka kennd með þessum tilkomumiklu dýrum.Hvalverkunarstöðin í Hvalfirði var ekki stoppistöð mín á ferðum þar framhjá.  


Hverjir tilnefndu þá menn,sem skyldu sæta símahlerana á árunum frá 1949 -1968 ?

Umræða fór fram í þinginu í dag samk.ósk Helga Hjörvars í tilefni af greinar Kjartans Ólafssonar fyrrv.ritstj.Þjóðviljans um símahleranir.Ég tel afar líklegt að núverandi dómsmálaráðhr.Björn Bjarnason viti hvaða menn tilnefndu þá, sem skyldu hleraðir á þessum tíma.Samkvæmt þeirra tilvísun  fór lögreglan fram á milligöngu dómsmálaráðhr. gangvart dómstólum.Þó svo að þeir menn, sem hér áttu hlut að máli séu allir látnir ætti dómsmálaráðhr.að upplýsa þjóðina um ,hvaða embættismenn og ráðhr.stóðu að baki þessum aðgerðum.Dómsmálaráðhr.staðfestir að dómarar hafi í öllum tilvikum úrskurðað þessar hleranir og þær séu því lögmætar.

Á þessum árum var lögboðin skylda að tilgreina nákvæmlega upplýsingaaðila áður en dómsúrskurður skyldi upphveðinn.Liggja slíkar upplýsingar fyrir í þessu máli? Óska eftir að dómsmálaráðhr.upplýsi þetta mál til fulls.Persónulega tel ég að dómsmálaráðhr.ætti að biðja alla viðkomandi aðila og ættinga þeirra fyrirgefningar á þessum hlerunum,sem leiddu ekki til sakfellingar nokkurs manns.Dómsúrskurðir í þessum málum breyta þar engu um.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband