Stolið úr mannlausu húsi í Hveragerði - Mat þjófa á aðstæðum er ekki til.

Að nota sér svona aðstæður til þjófnaðar er öllu heilbrigðu fólki óskiljanlegt.Algengustu ástæður fyrir hvers konar gripdeildum í dag eru að afla sér peninga til fíkniefnakaupa.Þjófar hafa alltaf verið til og í sakamálafræðum er þessi tegund afbrota sú algengasta í mannheimi.Aðferðafræði þjófa er afar breytileg,sumir stela nánast öllu sem hönd á festir,aðrir velja sér tiltekin svið,þar sem af vel yfirlögðu ráði þjófnaðir eru skipulagðir ,svo eru þeir sem nýta sér einfaldar og áhættuminni aðferðir,stela úr mannlausum  húsum,bifr.ofl.

Þjófnaðir koma öllum illa og eru því sú tegund afbrota,sem erfitt er að baktryggja sig fyrir.Þeir fara huldu höfði meðal vor,ómerkt pláa,sem við verðum að búa við.Hinir fingralöngu eru það oftast æfilangt.Þjófar fara yfirleitt ekki í manngreiningarálit né láta hinar sárustu aðstæður aftra sér eins og dæmið í Hveragerði sýnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband