Er draumur Íslendinga um laust sæti í heimsmeistarakeppninni úr sögunni ?

Einn daprasti leikur Íslendinga í handknattleik í dag við Makedóníu í Shopje er staðreynd.8 marka munur 34-26.Liðið var illa skipulagt og gátu stórskyttur Makedóna nánast skorað eftir vild.Varnarmenn okkar reyndu aðeins í lok leiksins að stíga fram gegn skyttunum og það bar strax árangur,en þá var leiktímanum að ljúka.Þá nýttum við ekki fjölda dauðatækifæra,það var nánast öllu klúðrað í einhverju fáti.Reynar varði markmaður Makedóna yfir 25 skot.

Miklar væntingar liðsmanna okkar um gott gengi eftir sigur á Svíum, virtist hafa slæm áhrif á liðið.Lið Makedóníu sýndi ágætan leik á pörtum,en þó engan toppleik.Seinni leikur liðanna hér heima verður okkur afar erfiður.8 mörk er löng leið að brúa.Strákarnir okkar hafa nokkrum sinnum áður orð'ið að fara torveldustu leiðina og bjargað sér fyrir horn.Það verður væntanlega erfiðast fyrir okkur að sigrast á markmanni þeirra.Áfram Ísland gefur mörg mörk,áhorfendur verða að troðfylla höllina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband