Miljarða fjárveitingar til Háskóla Íslands kosningabomba menntamálráðhr.Ekki tilgreind á fjárlögum.
14.1.2007 | 22:33
Þegar fjárlögin eru skoðuð er engin fjárhæð tilgreind til vísindarannsókna við Háskóla Íslands.Málið því ekki komið til umfjöllunar þingsins,heldur farið inn á kosingaloforðalista ríkisstjórnarinnar.Þvílíkt klúður,hundruðum manna boðið að vera viðstöddum þegar menntamálaráðhr.háskólarektor,form.Framsóknarfl.o.fl.stórmenni tilkynna um fleiri miljarða fjárveitingu á næstu árum,sem ekki er til á fjárlögum.Állir viðstaddir fagna ógurlega,enda lengi búið að bíða eftir þessum fjármunum.Málið er reyndar einfalt,ráðhr.hefur ekki leyfi skv.lögum að skrifa undir umtalsverð fjárútlát án þess að tilkomi samþykki alþingis.Samningurinn við Háskólann mun ekki heldur hafa verið kynntur eða samþykktur innan stjórnarfl.
Af hverju var ekki farið með málið lögformlega leið í gegnum fjárlög og þingið og leita þar samstöðu þess?Svarið er náttúrlega augljóst,þá hefði ríkisstjórnin ekki getað státað af fjárveitingunni.Þegar stjórnmálamenn fyrir kosingar taka ófrjálsri hendi miljarða fjármuni þjóðarinnar í þessu tilviki til að hygla sínum flokkum eins og ríkisstjórnin gerir,þá er nú löggjafarvaldið endanlega búið að yfirgefa lýðræðið.
Önnur hlið á þessu máli er svo hin hrikalega mismunun sem viðhöfð er milli háskólanna um fjárveitingar til vísindastarfa o.fl.Þetta náttúrlega gengur ekki,enda hafa borist mótmæli frá sumum hinna háskólanna um ranglætið.Ég held að menntamálaráðhr.og ríkisstjórnin hafi stórskaðað ásýnd sína í þessu máli, sem ég harma ekki og þessi tegund atkvæðaveiða fækki frekar en fjölgi atkvæðum þeirra þegar kjósendur sjá málið í réttu ljósi.Aumingja Jón Sigurðsson að þurfa að vera þátttakandi íhaldsins í þessu óþurftarmáli,lengi getur vont versnað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.1.2007 kl. 00:03 | Facebook
Athugasemdir
Það er lofað hinu og þessu rétt fyrir kosningar og því miður virðast ansi margir kokgleypa þessar og hinar kosningabrellur.Það hefur nú orðið misjafnt um efndirnar strax deginum eftir kosningar.. það er ekki bara mismunun á milli menntastofnana, það er ansi mikill munur á því hvort að viðkomandi er "séra" Jón eða "bara" Jón í þessu svokallaða "velferðarkerfi " okkar íslendinga...
Agný, 14.1.2007 kl. 22:51
Ég hef ekki fylgst með þessum málum á Íslandi, því segi ég bara KVITT
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.1.2007 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.