Nú er kominn tími á utanþingsstjórn - Þjóðaratkvæðagreiðslan staðfestir vantraust á löggjafarþingið
9.3.2010 | 20:17
Þessi niðurstaða sýnir augljóslega algjört vantraust á alla málsmeðferð Icesave málsins frá upphafi þess.Allir þingflokkar hafa tekið þátt í úrlausn þess,en engum tekist að koma því í höfn.Samþykkt núverandi ríkisstjórnar á þinginu með 33 atkvæðum var engin lending,þjóðin gat ekki staðið við fjárhagslegar skuldbinginar samningsins.Forsetinn leysti þjóðina úr snörunni a.m.k.tímabundið með að hafna undirskrift þess og þjóðin hefur í dag hafnað því með yfir 90% atkvæðum.
Hvað er þjóðin að segja svo eindregið og skýrt við þingið,við treystum ykkur ekki lengur,þetta á jafnt við ríkisstjórnina sem stjórnarandsstöðina.Nú er kominn tími á og þó fyrr hefði verið ,að sett verði á fót utanþingsstjórn,þar sem öllum þingmönnum löggjafarþingsins verði haldið utan stjórnar.Fólkið í landinu treystir þeim ekki lengur,atkvæðagreiðsla fólksins sýnir eindregið vilja þjóðarinnar.
Vanda þarf vel val utanþingsstjórnar og fá jafnframt valinkunna erlenda sérfræðina okkur til liðsinns á hinum ýmsu efnahags - og stjórnsýsluþáttum þjóðarinnar.Vanmáttur og þekkingarleysi stjórnsýslu okkar er augljós,sem m.a. hafa leitt til svo víðtækra afbrota á sviði viðskipta og fjármála að þjóðargjaldþrot vofir yfir heimilum og fyrirtækjum í landinu.
Þjóðin hefur svarað skýrt í þessum kosningum,nú er komið að löggjafarvaldinu að greiða fyrir utanþingsstjórn hið allra fyrsta.
Athugasemdir
Sæll Kristján, góður pistill
Ein spurning.
Þekkir þú einhvern sem treystir íslenskum stjórnmála eða embættismönnum til að stýra okkur í örugga höfn ?
Ekki ég.
Ef þú þekkir einhvern slíkan þá er hætt við því að sá hinn sami sé ekki alveg " up to date " ( þú fyrirgefur slettuna )
Að mynda þjóðstjórn hefði verið hið eina rétta strax í upphafi. Það hefði strax átt að gefa stjórnmálamönnum okkar frí ( á launum að sjálfsögðu, eins og staðan er er ódýrara að borga þeim fyrir að gera ekki neitt ) og fá til stjórnar fólk sem ekki er fast með höfuðið ..... þúveisthvar.
Okkur bráðvantar fólk sem er tilbúið að leggja hégóma sinn og hagsmunagæslu til hliðar svo afgreiða megi þetta mál og koma því í þann farveg að hægt sé að una við. Þar til það gerist óttast ég mjög um okkar hag.
Hjalti Tómasson, 9.3.2010 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.