Af hverju má ekki auka fiskveiðiheimildir við Ísland?Hættum viðræðum um Icesamninginn.
14.3.2010 | 21:56
Á sama tíma og heimilin og fyrirtækin í landinu sökkva stöðugt dýpra í skuldafenið koma engar úrlausnir frá löggjafarþingu.Sífellt er verið að ræða um Icesave samninginn,það er eins og hann sé upphaf og endir efnahagsþróunar þjóðarinnar.Ljóst er að samningurinn hefur verið miskunarlaust beitt í þágu Breta og Hollendinga gegn Íslendingum með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.Hættum öllum lántökum í gegnum sjóðinn og jafnframt viðræðum um Ice samninginn.Látum Breta og Hollendinga sækja málið fyrir dómi.Væntanlega yrðu þeir að hefja sinn málarekstur hérlendis fyrir hérðaðsdómi.Málarekstur af þessu tagi mun taka nokkur ár,hér er um mjög lagalega flókin og vandmeðfarin mál að ræða,eins og fram hefur komið í lögfræðilegum greinargerðum innlendra og erlendra virtra lagaprófessora og einnig hagfræðiprófessora.
Við getum hæglega aukið stórlega við fiskveiðiheimildir þjóðarinnar með alla flóa og firði fulla af fiski.Sjómenn allt um kring um landið hafa aldrei verið vitni að slíkri fiskgegnd.Látum ekki L.Í.Ú og Hafrannsóknarstofnun koma í veg fyrir auknar veiðiheimildir. Þeim hefur ekki tekist að spá í 26 ár ( frá því kvótinn kom til sögunnar 1984 )fyrir um vöx og viðgang bolfisk við Íslandsstrendur.Nú er kominn tími til að beita réttarfarslegum úrræðum og sína kjark og dug,látum þá ekki lengur beita vopnlausri þjóð rangsleitni ,ofbeldi,blekkingum og lýgi.
Athugasemdir
þettað er allt rétt hjá þér Kiddi
Guðmundur Kristinn Þórðarson, 14.3.2010 kl. 22:13
Þakka þér fyrir jákvæða innkomu í málinu.Kristján
Kristján Pétursson, 14.3.2010 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.